Leita í fréttum mbl.is

Það er sko hól að kalla þetta klúður?

Það er með ólíkindum að ekki skuli nást að dæma neinn fyrir þennan verknað og eftir að hafa lesið dóminn er maður mest hissa á því að dómarinn skuli ekki bara hafnað  upptöku á kókaíninu líka. Það hefði verið eftir hinu.

Eru virkilega ekki til hæfir menn til að rannsaka, ákæra og dæma svo... eitthvað annað en reiðhjólaþjófnaði og umferðarlagabrot á íslandi?

[ LESA DÓMINN ]


mbl.is Sýknaðir af ákæru vegna innflutnings á 3,8 kg af kókaíni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreiðar Eiríksson

Ég er reyndar hissa á því að upptakan skuli dæmd.  Til þess að einhver verði dæmdur til að sæta upptöku á efnunum þarf að vita hver það er sem á að sæta upptökunni.  Þarna virðist eigandi efnanna vera óþekktur.  Því finnst mér erfitt að dæma upptöku þegar enginn eigandi hefur gefið sig fram (sem reyndar verður að teljast ólíklegt).  

Sem betur fer snýst þetta klúður um harla litla hagsmuni.  Fíkniefnin eru ekki í umferð og ef þau hefðu farið í umferð hefðu þau ekki skaðað neina nema þá sem hefðu sjálfir ákveðið að taka þá áhættu.

Hreiðar Eiríksson, 12.7.2007 kl. 13:15

2 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Fíkniefnin eru ekki í umferð og ef þau hefðu farið í umferð hefðu þau ekki skaðað neina nema þá sem hefðu sjálfir ákveðið að taka þá áhættu.

Æji það er gott að heyra að fíknefnanotkun einstaklinga er hætt að skaða fjölskyldur þeirra og ástvini. Og ekki síður hitt að allskyns glæpir sem tengjast fíkneifnanotkun lendi eingöngu á öðurm fíkniefnaneytendum.

Kveðja í heiðardalinn

Þorsteinn Gunnarsson, 12.7.2007 kl. 14:18

3 identicon

"Æji það er gott að heyra að fíknefnanotkun einstaklinga er hætt að skaða fjölskyldur þeirra og ástvini. Og ekki síður hitt að allskyns glæpir sem tengjast fíkneifnanotkun lendi eingöngu á öðurm fíkniefnaneytendum."

Skánar eitthvað af þessu sem þú nefndir við að gera fíkniefnin upptæk :) Þýðir það ekki meiri eftirspurn, meiri harka, og dýrari efni ? Hljómar ekki vel. Smá pæling

björn (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 15:16

4 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Þannig að "Kókaínið í kjörbúðirnar" væri þá trúlega slagorð sem þú tækir undir? - Hver veit svo sem hvað til þarf...en ennþá er ég þó þeirrar skoðunar að því minna aðgegni sem þú hefur að dópinu... því minni líkur séu á því að þú verðir því og þeim félagsskap öllum að bráð. 

Þorsteinn Gunnarsson, 12.7.2007 kl. 15:22

5 identicon

Kókain löglegt nei.. Stórhættulegt dóp ef fólk kann ekki að nota það, getur leitt til allskonar geðbrenglunar.

Þú segir "því minna aðgegni sem þú hefur að dópinu"

Á mjög erfitt með að taka undir það, því þetta er nákvæmlega það sem var sagt um stóra fíkniefnamálið árið 1999. Þeim tókst að hreinsa kannabismarkaðinn næstum alveg á Íslandi, og jú það stoppaði unglingana til að reykja, en næstu helgar voru ofbeldisfullustu helgar miðbæjarins.

Ástæðan er sú að það er ekki hægt að útrýma þessum markaði, þó þeir hafi hreinsað kannabisefnin í nokkrar vikur var ekkert mál fyrir fólk að redda sér amfetamini eða kókaini.

Markaðurinn hérna og undirheimarnir á Íslandi er orðinn alltof stór til að löggjöf sem hljómar eins og þessi sem er nú í gildi nái að bera einhvern árangur... Það spilar líka frekar mikið með þegar unglingar eru að kaupa kannabisefni af "dealerum" sem eru svo með margt annað sem er mjög langt frá því að vera skaðlaust.

björn (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 17:59

6 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

@ Björn - Þetta er eiginlega komið í hring hjá þér því þú segir "Það spilar líka frekar mikið með þegar unglingar eru að kaupa kannabisefni af "dealerum" sem eru svo með margt annað sem er mjög langt frá því að vera skaðlaust."

svo ég spyr væri þá ekki skárra að unglingarnir hefðu ekki svo auðvelt aðgengi að þessum dealerum(dópinu)?

Það leysir kannski lítið gagnvart notendum að minnka framboð eins efnis ef nóg er til af öðrum. En hugsanlega gæti þó nýliðun í harðari efnunum orðið minni ef engin eru á markaðnum? 

Þorsteinn Gunnarsson, 12.7.2007 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þorsteinn Gunnarsson
Þorsteinn Gunnarsson
er áhugamaður um réttláta refsingu borgaranna  fyrir þá sök eina að vera til...
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband