7.7.2007 | 21:31
Skyldi kvenmaður hafa ritað þessa frétt?
Það er eins og manni finnist örla fyrir karlfyrirlitningu í þessari fréttinni. Og hvað klámi viðkemur þá er gott að muna að kvenfólk er sko ekkert síður neytendur þess en karlar. Og á hverja herjar klámmenningin mest? - Jú konur. Því konur tileinka sér flest það sem fram kemur í kláminu.
Þær láta pumpa tútturnar á sér fullar af silikoni, varirnar fá sama treatment(hvaðan komið?), fyrir sára fáum árum sást ekki tattoo á konum nema helst eiturlyfjasjúkum vændiskonum og klámmyndaleikkonum. Það sést vart söngkona á skjá nema minna klædd en konur gengu til sundlauga hér í den og svo framvegis.
Nú skrifar einhver femínistinn "og hverjum er þetta að kenna?" Svarið er konum. Allavega neyði ég ekki neina konu í þessa hegðan og þekki engan karlmann sem gerir það enda held ég að konur séu fyrst og fremst að þessu álits annarra kvenna vegna. Þannig að mitt álit er að femínistarnir ættu að snúa sér að kvennatrúboði en ekki endalaust að níðast á okkur körlunum.
Klámhundarnir Justin og 50 Cent | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- Helga Auðunsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Jóhannesson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Kári Harðarson
- Heiða Þórðar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Huld S. Ringsted
- Vilborg Auðuns
- Þorleifur Ágústsson
- Þórunn Óttarsdóttir
- Ragnheiður Sigfúsdóttir
- Helga skjol
- Jens Guð
- Tómas Þóroddsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lýður Árnason
- Hin fréttastofan
- Pálmi Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Grétar Ómarsson
- Gaukur Úlfarsson
- Óttarr Makuch
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Jón Þór Bjarnason
- Birna Mjöll Atladóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Bleika Eldingin
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Þórhallur V Einarsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- gudni.is
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Haraldur Bjarnason
- Fanney Unnur Sigurðardóttir
- Perla
- Bwahahaha...
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
Tenglar
Áhugavert
testing
- Töfraljós - Ilmkertagerð - Vefverslun Töfraljós - handgerð Íslensk verðlauna-ilmkerti
- Versla.com Vefversun gervihnattamannsins
- Skykort.Com Síða um allt sem lýtur að móttöku á Sky Digital
- Skrifa.Com Allt um móttöku á gervihnattasjónvarpi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 203339
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Nýjustu færslurnar
- Einar Karl Friðriksson, sem var á lista Viðreisnar í Reykjavík-Norður, gerir lítið úr nauðgunarmálunum í Bretlandi, talið að um 250 þúsund stúlkum hafi kerfisbundið verið nauðgað!
- Byrlunar- og símamálið í sænska útvarpinu
- Bæn dagsins
- Herratíska : Hönnuðurinn IRIS von ARNIM spáir í vorið 2025
- Orkuöflun sem ekki hefur náðst óg pólitíkin
Athugasemdir
Eg er naestum thvi alveg sammala ther, nema eg held ad konur hafi sig ekki til fyrir adrar konur (nema tha lesbiur) heldur fyrir karla. Alla vega veit eg ad thegar eg reyni ad vera flott tha er thad af thvi ad eg vil vekja athyglis hins kynsins, ekki kynsystra minna. En kannski er eg odru visi en adrar konur. Thad breytir thvi ekki ad tiskan er ad mestu konum ad kenna. Mer er akaflega illa vid konur i hahaeludum skom, adthrengdum fotum og klaedalitlum, thvi eg tharf ad vera eins ef eg a ad eiga sens i karlana. Eg fer til daemis nidur a strond og bolva flott voxnu konunum i pinu bikiniunum sinum thvi thad er ekki sens ad nokkur karlmadur liti a mig, stutta, tybbna i sundbol, a medan hitt konfektid bydst. Thess vegna vildi eg glod ad vid vaerum allar i kartoflupokum. Er hins vegar med litid tattoo a oklanum. THad er hvorki fyrir konur ne karla, bara fyrir mig. Og afsakid stafina. Er stodd uppi i skola med engan islenskan font.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 7.7.2007 kl. 23:11
Ég er ekki að segja að konur séu ekki að gera sig sætar fyrir okkur EN við sátum nokkrir strákar saman veitingastað fyrir nokkrum árum og á næsta borði voru 5 konur. Ég sneri baki að borði þeirra og komst ekki hjá því að heyra til þeirra og það sem vakti sérstaka athygli mína var það að þegar einvher þeirra yfirgaf borðið þá undantekninglaust hóft umræða um þá fjarstöddu og ekkert endilega jákvæð. Samt hafði ég á tilfinningunni að þessar konur væru vinkonur?
Umræðan var aðallega um það klæðnað, snyrtingu, þyngd eða þyngdarskort viðkomandi klósettrápara og í einu tilfelli smekklaust heimili. Er við yfirgáfum staðinn spurði ég félaga mína hvernig þeim hefði listist á þessar konur þarna á næsta borði svöruðu þeir... "hvaða konur?" Nú er enginn okkar hommi og að því ég best veit var engin kvennanna lesbía. Það sem ég er að segja er það að helstu gagnrýnendur kvenna eru konur. Ég þekki til að mynda engan sem finnst sílikon sexy... hvort heldur í vörum eða brjóstum, ég þekki engan sem ekki vil frekar að konan hafi smá kjöt á beinunum. Svo vertu stolt í sundbolnum vitandi vits að það er einhver að kíkja
Þorsteinn Gunnarsson, 7.7.2007 kl. 23:30
Hehe, takk fyrir það. Ég held reyndar að það sé rétt hjá þér að konur gagnrýna aðrar konur miklu meira en karlarnir gera. Og líklega leiðir það til þess að margar konur gera í því að hafa sig til svo þær verði ekki undir í slíkri umræðu. Sennilega er ég í minnihluta af því að mér er sama hvað öðrum konum finnst.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 8.7.2007 kl. 00:17
Kristín: þú ert að setja fram þekkta hegðun sem afskaplega fáar konur þora að viðurkenna. Það að konur eru sífellt að "mæla hvora aðra út" til að sjá hvar þær standa í 'goggunar röðini".
Ég hef keyrt konur segja að þær séu "ekkert síður" að hafa sig til fyrir aðrar konur, heldur en "karlmenn" þegar þær eru að fara út að skemmta sér.
Og það er eins og þú segir, þær eru í "keppni" við hinar konurnar um "athygli" karlanna.
Fransman (IP-tala skráð) 8.7.2007 kl. 10:40
Ég held það sé sama eðlið sem fær konur til að láta svona við hvora aðra, og fær þær til að hata klám. Stelpur sem sofa hjá strákum bara til að skemmta sér (sem er sjálfsagt og nákvæmlega ekkert athugavert við), þá eru það aðallega stelpurnar sem hafa eitthvað við það að athuga, og venjulega á tilfinningalegum forsendum eingöngu.
Svo er auðvitað, í sambandi við þessa klám- og vændisumræðu, FÁRÁNLEGT að halda því fram að nokkur kona, eða hópur kvenna, viti hvað öllum öðrum konum finnist rétt eða rangt. Ég veit ekki hvað öllum öðrum Íslendingum finnst, eða öðrum karlmönnum, eða öðrum hvítum karlmönnum eða hvaða hóp svosem á að setja mig í. Þegar konur þykjast hafa eitthvað meira vit á því en við karlmenn hvaða viðhorf aðrar konur hafa gagnvart kynferði, þá finnst mér að fólk eigi ekki einu sinni að mótmæla, heldur bara hrista höfuðið, dæsa og andvarpa "fáviti".
Að lokum vil ég biðja stelpurnar afsökunar á því að ég fjalli ekki svona um stráka, en ástæðan er nú bara sú að hér er fjallað um klám (og því óbeint vændi), ekki t.d. að keyra á 170 eða annað heimskulegt sem strákar hafa áberandi minni tilhneygingu til að pæla í til enda.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.7.2007 kl. 13:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.