6.7.2007 | 17:59
Heimska eða kjarkleysi?
Mér finnst grátlegt að hlusta á stjórnmálamenn (ekki bara Björn í þessu tilfelli) sem ekki virðast hafa hugrekki til að viðurkenna mistök og það ekki einu sinni sín eigin... þó eflaust spili hér inní það að verið er að tala við yfirmann þessara mála, þ.e dómsmálaráðherra.
Það að segja drepa því á dreif að um mistök sé að ræða er vonandi heimska eða í versta falli kjarkleysi. Allt annað er vart hægt að fyrirgefa.
Björn Bjarnason: Taka þarf vinnureglur til endurskoðunar" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
- Helga Auðunsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Jóhannesson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Kári Harðarson
- Heiða Þórðar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Huld S. Ringsted
- Vilborg Auðuns
- Þorleifur Ágústsson
- Þórunn Óttarsdóttir
- Ragnheiður Sigfúsdóttir
- Helga skjol
- Jens Guð
- Tómas Þóroddsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lýður Árnason
- Hin fréttastofan
- Pálmi Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Grétar Ómarsson
- Gaukur Úlfarsson
- Óttarr Makuch
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Jón Þór Bjarnason
- Birna Mjöll Atladóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Bleika Eldingin
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Þórhallur V Einarsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- gudni.is
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Haraldur Bjarnason
- Fanney Unnur Sigurðardóttir
- Perla
- Bwahahaha...
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
Tenglar
Áhugavert
testing
- Töfraljós - Ilmkertagerð - Vefverslun Töfraljós - handgerð Íslensk verðlauna-ilmkerti
- Versla.com Vefversun gervihnattamannsins
- Skykort.Com Síða um allt sem lýtur að móttöku á Sky Digital
- Skrifa.Com Allt um móttöku á gervihnattasjónvarpi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 203336
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er ekki með nokkru móti hægt að skilja þessar línur þínar í samhengi við fréttina og það sem Björn sagði. Hann vildi ekki leggja dóm á lög sem eru ekki á ráðherraforræði hans, hann vildi ekki tjá sig um dóm Mannréttindadómstólsins þar sem hann hafði ekki lesið hann. Og hann sagði alla sammála um að taka vinnuaðferðir í málum sem þessum til endurskoðunar, þ.e. aðild læknaráðs að dómsmálum sem þessum.
Hvernig á Björn að viðurkenna mistök fyrir hönd Hæstaréttar? Er hann bær til þess? Er það hlutverk hans eða stjórnmálamanna?
Ágúst Ásgeirsson, 6.7.2007 kl. 19:05
Sæll Ágúst. Ja ég get nú vart borðið ábyrgð á skilningsleysi þínu ef þér finnst ekki setningin "ég meina dómar eru dómar og menn geta síðan dregið þá ályktun hvort þetta er álitshnekkir eða ekki" .. og þrátt fyrir að Björn segi menn geti þetta... ja þá getur hann það ekki sjálfur? - Er hann ekki í það minnsta maður? Og ef þér finnst að æðsti yfirmaður dómsmála hvorki eigi að hafa skoðanir á Hæstarétti né viðra þær - hver þá?
Og eins og þú segir eftir honum "Og hann sagði alla sammála um að taka vinnuaðferðir í málum sem þessum til endurskoðunar, þ.e. aðild læknaráðs að dómsmálum sem þessum. " - Heldurðu að enginn þesssara "allra" hafi lesið dóminn... eða heldurðu kannski að þessir "allir" hafi vitað að þetta var hneysa en ekki nennt að gera neitt í málunum? - Hæstiréttur per se mun aldrei viðurkenna mistök svo hverra er það þá að gera það ef ekki dómsmálaráherra og/eða stjórnmálamannanna?
Þorsteinn Gunnarsson, 6.7.2007 kl. 20:00
Sæll Þorsteinn,
þegar þú ræðir það, sem ég sagði um álitshnekkinn, sleppir þú spurningunni, en blaðamaðurinn spyr, hvort dómur mannréttindadómstólsins sé ekki álitshnekkir fyrir hæstarétt og býr síðan til þá setningu úr svari mínu, að svo sé endilega ekki og setur hana innan gæsalappa í fyrirsögn! Þetta voru röng vinnubrögð blaðamannsins og hafa nú verið leiðrétt.
Ég hef þá skoðun í þessu máli, að hlíta beri niðurstöðu mannréttindadómstóls Evrópu og í því felst meðal annars að endurskoða lögin um læknaráð eins og heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að gera að tillögu landlæknis.
Mannréttindadómstóllinn hefur sagt sýna skoðun. Það er hvorki hlutverk dómsmálaráðherra að bæta einhverju við þann dóm né svara fyrir hæstarétt. - Ef breyta þarf lögum að fenginni niðurstöðu dóma, er stjórnmálamanna að sinna því og það hefur verið ákveðið að gera það í þessu tilviki.
Með góðri kveðju
Björn Bjarnason
Björn Bjarnason (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 12:02
Sæll Björn og takk fyrir svarið.
Já ég er sammála þér var með að í haus fréttarinnar hafi blaðamaður gerst óþarflega frjálslegur í meðförum, svo ekki sé meira sagt. Það breytir ekki hinu þ.e þeirri skoðun minni að mér þyki jafn aumt að, í þessu tilfelli, yfirmaður dómsmála hafi ekki svarað skoðun sinni um viðfangið án málalenginga.
Mér fannst þú slá úr og í með þessu dæmi sem ég nefndi í blogginu og verð bara að viðurkenna að ég er orðinn hundleiður á því að stjórnamálamenn fari alltaf, í tilsvörum sínum við ágengum spurningum, eins og köttur í kringum heitan graut. Og það að segja að það sé ekki á þínu forræði að meta það hvort lög séu orðin úrelt hljómaði í besta falli vandræðalega.
Ég gleðst hinsvegar yfir því að sjá hér í svari þínu að menn ætli að ganga til verka og laga til samkvæmt úrskurði mannréttindadómstólsins en á hinsvegar erfitt með að sjá þann aðskilnað á milli ráðherra og alþingismanna sem mér finnst koma fram í svari þínu. Ég leit þannig á að þú hefðir verið spurður um álit dómsmálaráðherra á niðurstöðu mannréttindadómstólsins með tilliti til þess hvort um álitshnekki væri að ræða gagnvart hæstarétti, og finnst það akkúrat vera þitt starf að svara því, bæði sem áðurnefndur dómsmálaráðherra svo og sem alþingismaður.
Ef það er ekki þeirra sem setja lögin, þ.e alþingismanna, að hafa á þeim skoðanir, þá er illa fyrir okkur komið.
Með ósk um gott gengi og aukið afdráttarleysi, Þorsteinn Gunnarsson
Þorsteinn Gunnarsson, 7.7.2007 kl. 18:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.