4.7.2007 | 02:09
Bestu kaupin
Þegar við Helga mín byrjuðum saman var fjárhagur okkar ekkert of góður. Við bæði öryrkjar og með 5 börn heima, ég hafði enn ekki mikla vinnu eftir að vera nýfluttur að norðan(var þar seinast í vefsíðu- og auglýsingagerð og tölvuvinnu allskonar). Við ókum í hverjum mánuði til Reykjavíkur og keyptum alla pakkavöru til mánaðarins á einu bretti í Bónus eða Nettó og þurftum virkilega að hugsa um hverja krónu.
Og einhverju sinni sátum við í bílnum fyrir utan Heimilistæki í Reykjavík og vorum að velta því fyrir okkur hvort við ættum að spandera í hárklippur sem kostuðu tæp 4 þúsund. Við ákváðum að slá til og kaupa klippurnar, og þurftum að réttlæta það fyrir okkur með sparnaði við klippingar á yngsta stráknum.
Þessar klippur hafa reynst frábærlega og enn er guttinn klipptur með þeim og hefur verið í tæp 10 ár. Reyndar hefur pabbinn líka verið klipptur með þeim seinustu árin og fleiri reyndar notið þessara hárklippa, og þar af leiðandi er ég með þær nokkuð reglulega í höndunum. Alltaf þegar ég handleik klippurnar finnst mér ég ríkur. Ekki bara af fjölskyldunni minni heldur líka veraldlega. Þær minna mig á erfiðari tíma og því fyllist ég alltaf sama þakklætinu við þessa snertingu.
Ég held í sannleika sagt að þessar klippur séu einhver bestu kaup sem ég hef gert um dagana.
Bloggvinir
- Helga Auðunsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Jóhannesson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Kári Harðarson
- Heiða Þórðar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Huld S. Ringsted
- Vilborg Auðuns
- Þorleifur Ágústsson
- Þórunn Óttarsdóttir
- Ragnheiður Sigfúsdóttir
- Helga skjol
- Jens Guð
- Tómas Þóroddsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lýður Árnason
- Hin fréttastofan
- Pálmi Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Grétar Ómarsson
- Gaukur Úlfarsson
- Óttarr Makuch
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Jón Þór Bjarnason
- Birna Mjöll Atladóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Bleika Eldingin
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Þórhallur V Einarsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- gudni.is
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Haraldur Bjarnason
- Fanney Unnur Sigurðardóttir
- Perla
- Bwahahaha...
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
Tenglar
Áhugavert
testing
- Töfraljós - Ilmkertagerð - Vefverslun Töfraljós - handgerð Íslensk verðlauna-ilmkerti
- Versla.com Vefversun gervihnattamannsins
- Skykort.Com Síða um allt sem lýtur að móttöku á Sky Digital
- Skrifa.Com Allt um móttöku á gervihnattasjónvarpi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Erlent
- Munu hefja fjöldaframleiðslu á eldflaugunum
- Tillaga Trumps um frið í Úkraínu ekki algalin
- McGregor sekur: Borgar um 36 milljónir í skaðabætur
- Trump mun ekki sæta refsingu
- Ákærður fyrir morð á 13 ára stúlku
- Svíar virða ögranir Rússa að vettugi
- Efast ekki um að Bandaríkin átti sig á skilaboðum
- 281 hjálparstarfsmaður drepinn á árinu
Fólk
- Lítil spenna fyrir nýjustu þáttum Harry og Meghan
- Kom aðdáendum í opna skjöldu
- McGregor mætti fyrir rétt
- Ætlar að gera dagatal eins og slökkviðsliðsmennirnir
- David Walliams þurfti að bæta öðrum viðburði við
- Sagður eiga í ástarsambandi við mun yngri konu
- Sjónvarpsverðlaun afhent í fyrsta sinn
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
Athugasemdir
Seinustu 10 árin sem ég var á Sléttbak EA rak ég hárgreiðslustofuna ,,Allt- af". Hún var opin alltaf, gat klippt alltaf, snyrt alltaf, alltaf og allstaðar.
Fannst ég ríkur meðan á þessu æfintýri stóð, enda fokdýr klippari heimsókn á stofuna kostaði Coke og Prins Póló.
Sýnist þú bara efnilegur klippari af myndinni að dæma.
Páll Jóhannesson, 4.7.2007 kl. 10:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.