Leita í fréttum mbl.is

Bestu kaupin

kolli_klippturÞegar við Helga mín byrjuðum saman var fjárhagur okkar ekkert of góður. Við bæði öryrkjar og með 5 börn heima, ég hafði enn ekki mikla vinnu eftir að vera nýfluttur að norðan(var þar seinast í vefsíðu- og auglýsingagerð og tölvuvinnu allskonar). Við ókum í hverjum mánuði til Reykjavíkur og keyptum alla pakkavöru til mánaðarins á einu bretti í Bónus eða Nettó og þurftum virkilega að hugsa um hverja krónu.

Og einhverju sinni sátum við í bílnum fyrir utan Heimilistæki í Reykjavík og vorum að velta því fyrir okkur hvort við ættum að spandera í hárklippur sem kostuðu tæp 4 þúsund. Við ákváðum að slá til og kaupa klippurnar, og þurftum að réttlæta það fyrir okkur með sparnaði við klippingar á yngsta stráknum.

Þessar klippur hafa reynst frábærlega og enn er guttinn klipptur með þeim og hefur verið í tæp 10 ár. Reyndar hefur pabbinn líka verið klipptur með þeim seinustu árin og fleiri reyndar notið þessara hárklippa, og þar af leiðandi er ég með þær nokkuð reglulega í höndunum. Alltaf þegar ég handleik klippurnar finnst mér ég ríkur. Ekki bara af fjölskyldunni minni heldur líka veraldlega. Þær minna mig á erfiðari tíma og því fyllist ég alltaf sama þakklætinu við þessa snertingu.

Ég held í sannleika sagt að þessar klippur séu einhver bestu kaup sem ég hef gert um dagana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Seinustu 10 árin sem ég var á Sléttbak EA rak ég hárgreiðslustofuna ,,Allt- af". Hún var opin alltaf, gat klippt alltaf, snyrt alltaf, alltaf og allstaðar.

Fannst ég ríkur meðan á þessu æfintýri stóð, enda fokdýr klippari heimsókn á stofuna kostaði Coke og Prins Póló.

Sýnist þú bara efnilegur klippari af myndinni að dæma.

Páll Jóhannesson, 4.7.2007 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þorsteinn Gunnarsson
Þorsteinn Gunnarsson
er áhugamaður um réttláta refsingu borgaranna  fyrir þá sök eina að vera til...
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband