Leita í fréttum mbl.is

Og það hjálpar hvernig?

Mér virðist þetta  meira PR mál en að hugur fylgi máli. Það hlýtur að vera árangursríkara að vinna menn á sitt band með fræðslu og áróðri ef viðkomandi eru innan vébanda félagsins og það er jú yfirlýst stefna Snigla að beita sér gegn hraðakstri ef ég skil álit félgsmanna rétt. Og á einhverjum punkti hefur þessi einstaklingur greinilega átt óskorað traust þessara sömu félagsmanna.

Og mér segir reyndar svo hugur að Sniglarnir yrðu frekar fámennur félagsskapur ef öllum þeim sem geyst hafa á seinna hundraðinu yrði gert að yfirgefa félagið.


mbl.is Fyrrum formanni Sniglanna vikið úr samtökunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Myndu sennilega bara sniglast um á reiðhjólum... hjálmlausir.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 28.6.2007 kl. 02:00

2 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Smellti á þig bónorði aftur... fann þig einmitt ekki á listanum svo ég "fór á vinkonu" og þaðan yfir á þig... Hm...  þetta hljómar ekki rétt

Þorsteinn Gunnarsson, 28.6.2007 kl. 02:24

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég veit ekki hverja þeir eru að plata með þessu. Ég verð aldrei var við að bifhjólamenn séu á löglegum hraða úti á vegum. Þeir fara alltaf og allir fram úr manni þótt maður sé á hámarkshraða. En kannski á ég bara eftir að verða var við breytingar hver veit. Það má lengi manninn reyna.

Haukur Nikulásson, 28.6.2007 kl. 06:44

4 Smámynd: Gunna-Polly

Mér finnst oft gleymast í þessari umræðu að það er fullt af ökumönnum bifreiða sem keyra eins og brjálæðingar og stofna lífi annarra í hættu af hverju eru þeim ekki úthúðað í fjölmiðlum og af hverju eru menn ekki reina að þvinga þá út af veginum af reiðum bifhjólamönnum?td

Gunna-Polly, 28.6.2007 kl. 08:05

5 identicon

Voðalega fannst mér hjákátlegt að heyra formann Sniglanna sverja hraðakstur á mótorhjólum af meðlimum samtakanna og segja það vera fordóma í samfélaginu að halda slíku fram, en halda því svo sjálf fram í sömu setningu að ökumenn stundi það í gríð og erg að svína fyrir bifhjólamenn.  Hver er með fordóma gagnvart hverjum?

Ég held að flestir ökumenn, hvort sem er bíla eða bifhjóla, geti viðurkennt það að keyra oft yfir hraðamörkum, t.d. að keyra á 70-80 þar sem má keyra á 60 og keyra á 100 þar sem má keyra á 90.  Þar er ekki um ofsaakstur að ræða.  En það er samt staðreynd að ef maður keyrir um göturnar þá tekur maður sérstaklega eftir þeim mótorhjólum sem ekið er um á þeim hraða sem umferðin er almennt á, því yfirleitt eru mótorhjólin þau farartæki sem ekið er lang greiðast um göturnar, og oftar en ekki mjög glæfralega (t.d. farið á milli tveggja bíla, prjónað, o.s.frv.).

Þetta er annars eitthvað svo bjánalegt allt saman, ég meina, af hverju eru Sniglarnir að taka það svona til sín þegar talað er um hraðakstur mótorhjóla, og koma fram í fjölmiðlum til að sverja hann af sér.  Maður sér ekki formann FÍB koma fram í fjölmiðlum þegar talað er um ofsaakstur bifreiða.

Sigrún (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 09:20

6 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

vinna menn á sitt band með fræðslu og áróðri

er það ekki frekar út úr kú að þurfa að FRÆÐA fullorðna menn um hættu hraðaaksturs.. þeir vita það ekki nú þegar held ég að þeir séu frekar mikið lost case

Mér þykir þetta ágætis aðferð að reka hann úr félaginu, ok það er ekki endilega ávísun á að sá einstaklingur keyri eitthvað hægar, en það er samt byrjunin á einhverju.

Fólk í félaginu fer þá kannski að passa sig betur...

og by the way, ég sé alveg jafn mikið af hjólum á löglegum hraða... en auðvitað eru enn alveg hræðilega margir sem keyra alltof hratt bæði á hjólum og bílum...

Guðríður Pétursdóttir, 28.6.2007 kl. 11:10

7 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

@Haukur - Auðvitað eru til mótórhjólamenn sem aka um á löglegum hraða, eða það sem við íslendingar köllum löglegan. Þá er ég að tala um þann umferðarhraða sem er á hverjum stað/tíma burtséð frá kílómetratölunni. Já vonandi fara menn að sjá aukna ábyrgð.

@ Gunna Pollý - Já ég kannast vel við þetta og þegar ég fyrir ca 15 árum(þá ca.35 ára)  fékk Hondu 900 í viðskiptum(þá löngu hættur að hjóla) og fór á hjóla aftur, þá gerði ég mér vel fyrir því hversu viðhorfið til  hjólamanna hafði versnað og það á á ekki svo löngum tíma. Og mér sýnist það viðhorf enn hafa versnað. - Á þessum tveim vikum eða svo sem ég var að leika mér og ryfja upp gamla takta var nokkrum sinnum vísvitandi ekið fyrir mig svo ég þekki þetta allt saman.

@ Sigrún - Það er vegið að Sniglum vegna þess að flestir setja samasem merki við Snigla og mótorhjólamenn. Og trúðu mér að það er því miður fullt af fólki sem er tilbúið að 'refsa' næsta mótorhjólamanni fyrir gjörðir annars, og/eða að sveigja aðeins í átt að honum svona rétt til að minna hann á. Það hinsvegar breytir ekki skoðun minni á því að nær hefði verið vinna þetta mál innan frá en að reka viðkomandi úr samtökunum. - Auðvitar  er fullt af fólki sem ekur hraðar en lög gera ráð fyrir og hagar sér með öðrum hætti háskalega í umferðinni. En samfélagið setur bara mótorhjólamenn alla undir einn hatt(hjálm) eitthvað sem síður er gert þegar ökumenn bifreiða eiga í hlut.

@Ingi - já en mismikil þó

Þorsteinn Gunnarsson, 28.6.2007 kl. 11:27

8 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

@ Guðríður - Hugarfarsbreyting verður aldrei til öðruvísi en með fræðslu og áróðri. Sniglarnir og eða annað mótorhjólafólk er nú ekki allt á grafarbakkanum og það eru mun meiri líkur á því að geta unnið menn á sitt band innanfrá en með brottrekstri. Og ég vissi bara ekki að gildi fullorðinsfræðslu væri liðið undir lok og biðst forláts á þeirri vankunnáttu minni. Við mannfólk erum bara öll meira og minna "lost cases" eins og þú kallar það og því þarf að minna okkur á. Við vitum að það er hættulegt að reykja, drekka, éta of mikið og svo framvegis og framvegis, en hættum við fræðslu og áróðri um gildi hins gagnstæða þegar fólk nær fermingaraldrinum? Nei það þarf að hamra á því við okkur breiska fram á grafarbakkann

Þorsteinn Gunnarsson, 28.6.2007 kl. 11:41

9 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

true.....

Guðríður Pétursdóttir, 28.6.2007 kl. 17:19

10 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég er að auglýsa síðu sem var sett upp 16 júní með slagorðinu "Hagur umferðar / taktu því rólega | hraðakstur er ekki þitt einkamál" slóðin á hana er http://easy.is og hún verður í framtíðinni partur af http://nullsyn.is

Sævar Einarsson, 30.6.2007 kl. 07:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þorsteinn Gunnarsson
Þorsteinn Gunnarsson
er áhugamaður um réttláta refsingu borgaranna  fyrir þá sök eina að vera til...
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband