27.6.2007 | 14:03
Ó... ég hélt þeir hefðu verið dauðadrukknir
Skildi ekkert í þesssu listamannagengi þarna í útlandinu að hanga ekki edrú rétt á meðan væri verið að fleygja verðlaununum í það.
Og svo hafa þeir örugglega skilið Mikka ræfilin útundan vegna litarhafts.
Svartir listamenn heiðraðir í Hollywood | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- Helga Auðunsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Jóhannesson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Kári Harðarson
- Heiða Þórðar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Huld S. Ringsted
- Vilborg Auðuns
- Þorleifur Ágústsson
- Þórunn Óttarsdóttir
- Ragnheiður Sigfúsdóttir
- Helga skjol
- Jens Guð
- Tómas Þóroddsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lýður Árnason
- Hin fréttastofan
- Pálmi Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Grétar Ómarsson
- Gaukur Úlfarsson
- Óttarr Makuch
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Jón Þór Bjarnason
- Birna Mjöll Atladóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Bleika Eldingin
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Þórhallur V Einarsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- gudni.is
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Haraldur Bjarnason
- Fanney Unnur Sigurðardóttir
- Perla
- Bwahahaha...
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
Tenglar
Áhugavert
testing
- Töfraljós - Ilmkertagerð - Vefverslun Töfraljós - handgerð Íslensk verðlauna-ilmkerti
- Versla.com Vefversun gervihnattamannsins
- Skykort.Com Síða um allt sem lýtur að móttöku á Sky Digital
- Skrifa.Com Allt um móttöku á gervihnattasjónvarpi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 203277
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslurnar
- Frjálslynd Viðreisn?
- Rannsóknarbl... nei niðurrifsblaðamaðurinn er þá svona innrættur !
- Vilhjálmur Birgisson hristir upp í liðinu.
- Hérna er okkur sögð ÁSTÆÐAN FYRIR ÞVÍ AF HVERJU MENNSKIR GESTIR Í ÖÐRUM STJÖRNUKERFUM ERU ALMENNT EKKI AÐ HEMSÆKJA jarðarbúana á sínum UFO-diskum:
- Spursmál og Kristrún...og meiri skattar!
Athugasemdir
Það er greinilegt að þú ert fullur af fordómum, hver var svona fullur? Og af hverju er verið að fleygja í fólkið verðlaun, þetta var mjög hefðbundin og falleg athöfn. Og Michael Jackson er langt frá því að vera skilinn útundan, þessi verðlaunaafhending er fyrir þá listamenn sem komu út með plötur og bíómyndir á síðasta ári, ekki fyrir tíu árum síðan.
Bertha Sigmundsdóttir, 27.6.2007 kl. 18:18
Það er stundum talað um að menn séu alveg svartir(dauðadrukknir)... og ég var bara svo fordómalaus að mér datt ekki í hug við lestur haussins á fréttinni að apartheid stefna væri við líði í skemmtanaoðnaðinum. Þannig að það var ekki ég sem ákvað það að þessi hátíð væri eingöngu fyrir svarta? Svo hvar eru fordómarnir? Þú álítur kannski að það séu ekki fordómar að veita eingöngu ákveðnum litarhætti verðlaun? Líttu þér nær.
Þorsteinn Gunnarsson, 27.6.2007 kl. 19:40
Já, aumingja Jackson. Hver veit hvaða hópi hann tilheyrir
Jóna Á. Gísladóttir, 28.6.2007 kl. 01:12
Ég var nú að tala um hvernig þú orðaðir þín orð, skildi ekkert í þessu listamannagengi að hanga ekki edrú á meðan væri verið að fleygja verðlaununum í það, skilið Mikka ræfilinn útundan vegna litarhafts.
Hanga ekki edrú (meinarðu þá að allir voru fullir?), fleygja verðlaununum í það (í staðinn fyrir að rétta þeim?), vegna litarhafts (hvers litarhafts, hvernig er Mikki á litinn?)
Þú segist vera svo fordómalaus, en ert að dæma svarta verðlaunaafhendingu, dæmirðu líka hvítar verðlaunaafhendingar? Ekki var ég að segja að þú hafir ákveðið þessa hátíð, en þú ákváðst að dæma, hvað gerir það þig?
Bertha Sigmundsdóttir, 28.6.2007 kl. 03:24
Þú minnir mig á kynsystur þína sem alltaf þurfti að útskýra fyrir brandarana og það helst nokkrum sinnum. Mér sýnist í fljótu bragði að munurinn á ykkur tveimur sé aðallega sá að hana langaði þó að skilja þá og hló fyrir rest. Ég nenni ekki að útskýra enn einu sinni jafn einfaldan hlut og þó kemur fram í efra svari og ráðlegg þér að lesa bara styttri blogg... eitthvað sem þú ræður við að skilja vinan. Þessi langloka mín var 33 orð og það virðist hafa verið alltof langt fyrir þig.
Þorsteinn Gunnarsson, 28.6.2007 kl. 03:52
Æi, Þorsteinn minn, voðalega hlýtur að vera gaman að sitja efst uppi og horfa niður og tala niður til fólks sem skilur ekki rasista húmorinn þinn. Já, þú hefur eflaust rétt fyrir þér, ég þarf sennilega bara að lesa styttri blogg, ég er greinilega svona glær. Kannski þarf ég bara að skilja það að fordómafullir kallar á Íslandi, eins og þú, hafið gaman af að gera lítið úr öðru fólki, með fordómafullum bröndurum, sem niðurlægja fólk. Mikið hlýtur þér að líða vel með sjálfum þér, þar sem þú situr og hlærð á kostnað annarra. Fyndið samt, þú hafðir ekki fyrir því að svara mér, kannski geturðu ekki útskýrt þína eigin fordóma?
Guðmundur - ég er ekki að tuða í þér hér. Það er greinilegt að kallar eins og þú og Þorsteinn tilheyri gömlu kynslóðinni, því að ekki get ég skilið ykkar fordómafullu viðhorf.
Bertha Sigmundsdóttir, 28.6.2007 kl. 18:58
Ja ef þú tekur ekki að þér að redda deginum þá hver?
Þú kannast kannski ekki við eitthvað sem heitir svartur húmor eða fæ ég annan rasistastimpil ef ég kalla hann því nafni? Fordómarnir ef einhverjir eru... liggja hjá þeim sem ákveða að veita verðlaun fólki af einum sérstökum litarhætti. Ætli það þætti ekki hneysa ef menn veittu sérstaklega "Hvít verðlaun" Ja miðað við vaðalinn í þér hér útaf þessu bloggi mínu þá mætti segja mér að þú hefðir eiinhverjar ræðaru skrifaðar við slíku.
Ætli menn af alvöru að losna við kynþáttafordóma þá sleppa menn slíkum aðgreiningum.
Ég er ekki hörundssár maður og á mér máttu hamast eins og þú vilt en mér þætti vænt um að þú vegðir ekki að blogvinum mínum að ósekju. Ég hef ekki séð hér í athugasemdunum eitt einasta orð sem réttlæta það að þú kallir Guðmund bloggvin minn fordómafullan? Ég get lofað þér því að það eitt að finnast þú vera tuðari eru ekki fordómar heldur skoðun. Skoðun sem reyndar Guðmundur er ekki einn um.
Þorsteinn Gunnarsson, 28.6.2007 kl. 19:45
Ég er búin að tala við Guðmund á öðru bloggi, þetta var nú skot á hann vegna þess, við erum búin að tuða í hvort öðru síðasta sólarhringinn.
Ég var nú ekki að setja útá húmorinn þinn, Þorsteinn, í þriðja commentinu mínu var ég að tala um hversu illa þú varst að tala um mig, kallaðir mig heimska, og bentir mér á að lesa minni blogg. Ég var að setja útá það sem þú skrifaðir í blogginu, mér fannst þetta bara ekki fyndið, við greinilega erum með allt öðruvísi húmor. Ég veit bara manna best að orð særa fólk, og þó svo að góður brandari er oft frábær, þá finnst mér ekki að neinn hafi rétt á að grínast um heilan kynþátt.
Ég er ekki sammála því að svartir eigi bara að heiðra svarta, og hvítir bara hvíta. Það sem ég er búin að tala um er að ég skil af hverju svertingjar hafa byrjað með sína eigin verðlaunaafhendingu, vegna þeirra óréttlætis sem svart fólk hefur upplifað og upplifir enn hér í Bandaríkjunum. Það er ástæða bakvið þessa verðlaunaafhendingu, það er búið að líta framhjá fólki af öðrum kynþáttum í mörg, mörg ár þegar viðkemur verðlaunum fyrir kvikmyndir og tónlist. Þessvegna hafa suður ameríkanar líka byrjað með sína eigin verðlaunaafhendingu, og er þeirra sýnd á einni af meginsjónvarpstöðvum hér í Bandaríkjunum. Svartir listamenn eru búnir að reyna að fá þeirra verðlaunaafhendingu sýnda í fjölmörg ár, en enginn vildi sýna hana. Þessvegna er hún sýnd á BET, og er þetta Black Entertainment Television Award Show, sjónvarpsstöðin er að veita þessi verðlaun. Þannig að eins og þú sérð þá er meira að segja gert uppá milli minnihlutahópanna hér í Bandaríkjunum, og þetta hefur verið svona í allri sögu landsins, er búið að batna, já, en hér ríkir alls ekki það jafnrétti sem ætti að ríkja, og árið er 2007, það er skömm að þessu.
Jafnrétti mun aldrei ríkja í heiminum ef að fólk gerir sér ekki grein fyrir hvað sumir kynþættir hafa þurft að ganga í gegnum bara til þess að hafa sömu réttindi og hvítt fólk. Minnihlutahópar hafa gengið í gegnum miklar niðurlægingar, og ganga enn í gegnum, og ekki ert þú að hjálpa til, Þorsteinn, þegar þú ert með fordómafulla brandara. Ég kallaði þig fordómafullan vegna hins svokallaða brandara, og er það allt of sumt. Eins og ég sagði, orð særa fólk, en ekki var ég að tala niður til þín og kalla þig heimskan eða aumingja útaf húmornum þínum. Ég var bara að láta þig vita að mér finnst húmorinn þinn fordómafullur, og að ég er á móti því hvernig þú talaðir um heilan kynþátt í blogginu þínu.
Ég skil muninn á skoðunum og fordómum, og mín skoðun er sú að þú sagðir fordómafullan brandara. Ég var ekki að kalla þig heimskan, eins og þú ákváðst að tala niður til mín, ekki ert þú eitthvað betri en ég, og mér finnst það ljótt af þér að kalla mig heimska þegar þú þekkir mig ekki neitt. Ég hélt mig við það sem þú skrifaðir, og var ekki persónulega að ráðast á þig.
Bertha Sigmundsdóttir, 28.6.2007 kl. 20:58
Ef þú skoðar bloggið(rólega) þá er ég að blogga um hausinn á fréttinni, en mér fannst hann heimskulegur eða í besta falli óheppilegur. Þar stendur: "SVARTIR listamenn heiðraðir í Hollywood" - Þetta mátti alveg eins lesa: "Dauðadrukknir listamenn heiðraðir í Hollywood" en hefði verið vandað til verka hefði eflaust staðið þarna "Þeldökkir listamenn..:" og svo framv. Til þessa vísar hausinn minn á blogginu: Ó... ég hélt þeir hefðu verið dauðadrukknir(alveg svartir).
Síðan stendur SKILDI(þátíð) ekkert í þessu listammanna og svo framvegis...sem enn vísar til þess að þetta hefði verið skrifað vegna miskilnings á sama heimskulega hausnum á fréttinni.
Langi þig hinsvegar endilega til að kalla mig rasista... þá gætir þú með ásetningi gert það vegna grínsins um að enginn vissi lengur hvort Michael Jackson væri hvítur eða ekki. En óttalega held ég að fáir séu eftir í hinum vestræna heimi sem falla þá ekki undir sömu skilgreiningu.
Ég biðst forláts að hafa talað niður til þín, en ég sá ég á skrifum þínum að skapið hafði hlaupið með þig í gönur. Þú spurðir spurninga sem ég taldi að lægju svo ljósar fyrir að ekki þyrfti að útskýra fyrir nokkrum manni. Samanber:
"Hanga ekki edrú (meinarðu þá að allir voru fullir?),"- Svar: Sjá ofar?
"fleygja verðlaununum í það (í staðinn fyrir að rétta þeim?)," - Svar: Rétt - Spurning um orðalag
"vegna litarhafts (hvers litarhafts, hvernig er Mikki á litinn?)" Svar: Ja hver veit það(sjá mynd hér til hliðar)
Mín tilfinning er að þú hafir lesið útúr þessu bloggi það sem þú vildir sjá útúr því en ekki endilega það sem stendur þarna. Og því er ég hér að analysera þetta einfalda blogg... í þriðja skiptið fyrir þig.
Hinsvegar er ég algjörlega ósammála því að það sé hyggilegt fyrir "svarta" að taka upp aðferðir "hvítra" við verðlauanveitingar og/eða hvað annað... séu þeir í raun ósáttir við aðferðina. Ekki frekar en að svartir tækju hvíta og gerðu þá að þrælum sínum, þrátt fyrir forsöguna. Get hinsvegar alveg skilið óánægju þeirra.
Og það er rétt hjá þér að ég er ekkert að leggjast í einhverja sálfræði þegar ég ákveð að gera grín að einhverju(m) og það mun ekki breytast. En ég skal taka það til skoðunar að tala ekki niður til þeirra sem eru að einhverri alvöru að meina það sem þeir segja. Mér fannst bara skilninglseysi þitt slíkt að þú værir að þessu til þess eins að rífast. My mistake.
Þorsteinn Gunnarsson, 28.6.2007 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.