Leita í fréttum mbl.is

En við lögleiddum vændi?

Burt séð frá skoðun manns á súlu- og einkadansi þá finnst mér þessi aðgerð minna á það þegar sóðarnir sem ekki nenna að þrífa, sópa draslinu undir næstu mottu.

Hér er einhver starfsemi sem er/var eftirlitsskyld en enginn nennti að fylgjast með. Síðan kemur óþægileg umfjöllum um einhvern strigapólítíkus og þá er lausnin að banna bara starfsemina. Hefði ekki verið nær að auka heldur eftirlitið með starfseminni ef menn álitu að eitthvað væri að?

Ja það er eins gott fyrir okkur bíleigendur að kappinn var ekki böstaður fyrir of hraðan akstur. Þá lægi örugglega fyrir þinginu að banna akstur bifreiða. Heldur virkilega einhver að þetta reddi einhverju? - Ef menn álíta að vændi hafi þrifist þarna(og hefðu rétt fyrir sér) þá leysir ekkert að banna einkadans. Eða dugðu Bannárin til að koma í veg fyrir að menn neyttu áfengis? - Dugar bann við neyslu ólöglegra efna til að koma í veg fyrir dópneysluna?

Það þarf aðrar lausnir en að senda allt sem óþægilegt er í undirheimana.


mbl.is Einkadansinn líður undir lok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Tja... ég veit bara ekki hvað skal segja... Þessi umræða nær svo langt útfyrir einkadans og vændi og er bara ein risastór heimsspekispurning... Þótt ég sé ekki mikið fyrir forræðishyggju þá glöddu þessar fréttir mig. En kannski er þetta rétt sem þú segir, kannski fer vændið og mansalið bara dýpra í undirheimana en það er einmitt það sem ég hef mestar áhyggjur af varðandi þessa starfssemi... mansalið!

Aðalheiður Ámundadóttir, 25.6.2007 kl. 09:38

2 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Æji maður er svo sem eins og bleyja á snúru hvað varðar 'álit' manns á þessari framkvæmd... finnst báðar skoðanir eiga rétt á sér en er smeykur um að hvor leiðin sem valin er sé slæm.

Þorsteinn Gunnarsson, 25.6.2007 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þorsteinn Gunnarsson
Þorsteinn Gunnarsson
er áhugamaður um réttláta refsingu borgaranna  fyrir þá sök eina að vera til...
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband