19.6.2007 | 17:37
Fengum skvísu í heimsókn
Á laugardaginn gekk inná eldhúsgólf til okkar, lítil yndislega falleg íslensk tík og gerði sig heimakomna. Lagðist við fætur húsbóndans og svaf... lét vita að hún þyrfti út að létta á sér og kom síðan inn aftur eins og hún hefði búið hjá okkur frá upphafi. Aldrei gelt... tandurhrein og ótrúlega falleg og notaleg.
Helga skýrði hana Snotru og það furðulega var að hún gegndi því nafni um leið. Við sáum í hendi okkar að það gæti bara ekki verið að þessi tík hefði verið sett útá Guð og gaddinn svo við létum hundaförgunina vita og einnig lögregluna hér á Selfossi. En enginn hringdi - Helgu datt svo í hug í gærmorgun að láta þá á Dýraspítalanum vita og síðan fengum við símtal seinnipartinn í gær og þá var það eigandinn, fullorðinn maður sem hafði leitað hennar síðan á föstudagskvöld. Hann hafði reyndar talað við lögregluna en henni finnst kannski ekki mikið til hundshvarfs koma... allavega könnuðust þeir ekkert við að neinn hefði látið vita.(kannski ekki nennt að skrifa þetta niður þegar við töluðum við hana)
Jæja svo birtist eigandinn og tíkin hin glaðasta og eigandinn kallar á hana með nafni, og þá kom skýringin á því af hverju hún gegndi nafninu Snotra - Hún hér Snata. Ég sagði reyndar eigandanum að hún hefði brætt okkur slíkt að við hefðum eiginlega verið farin að vona að enginn gæfi sig fram. Hinsvegar var Ýmir okkar nett óöruggur með sig meðan tíkin fékk athyglina svo hann var hálffeginn þegar hann var orðinn einn hunda í kotinu.
Bloggvinir
- Helga Auðunsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Jóhannesson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Kári Harðarson
- Heiða Þórðar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Huld S. Ringsted
- Vilborg Auðuns
- Þorleifur Ágústsson
- Þórunn Óttarsdóttir
- Ragnheiður Sigfúsdóttir
- Helga skjol
- Jens Guð
- Tómas Þóroddsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lýður Árnason
- Hin fréttastofan
- Pálmi Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Grétar Ómarsson
- Gaukur Úlfarsson
- Óttarr Makuch
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Jón Þór Bjarnason
- Birna Mjöll Atladóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Bleika Eldingin
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Þórhallur V Einarsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- gudni.is
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Haraldur Bjarnason
- Fanney Unnur Sigurðardóttir
- Perla
- Bwahahaha...
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
Tenglar
Áhugavert
testing
- Töfraljós - Ilmkertagerð - Vefverslun Töfraljós - handgerð Íslensk verðlauna-ilmkerti
- Versla.com Vefversun gervihnattamannsins
- Skykort.Com Síða um allt sem lýtur að móttöku á Sky Digital
- Skrifa.Com Allt um móttöku á gervihnattasjónvarpi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslurnar
- Væri fólkið á Sauðárkróki opið fyrir því að hitta 100% mennska gesti frá öðrum stjörnukerfum Y/N?
- Munu heilbrigðisstarfsmenn stíga fram (á aldrei von á kennurum, sem sýnir aumingjagang stéttarinnar)
- Róm þá, Ísland nú?
- Hvað eru landsmenn og þeirra fyrirtæki að kalla á mikla RAFMAGNS-ORKU í dag og hver mun verða þörfin inn í framtíðina?
- Heimsbyggð á leið í þrot.
Athugasemdir
Yndislegt. Ég get ímyndað mér að eigandinn hafi verið glaður að fá hana Snötu aftur. Láttu mig vita ef einn Snati sem gegnir nafninu Bósi labbar inn á eldhúsgólf hjá þér. Annar minna stakk af fyrir rúmri viku og til hans hefur ekki spurst síðan.
Jóna Á. Gísladóttir, 19.6.2007 kl. 17:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.