Leita í fréttum mbl.is

Ég hata viðhaldið mitt!

husgogninVar orðinn þreyttur á þriðju kynslóð plasthúsgagna í fyrra og spanderaði í viðarhúsgögn á aðalpallinn. "Eilífðareign og alltaf eins" var setningin sem lokaði dílnum. Eilífðar my ass. Er búinn að vera allan seinnipartinn að olíubera þennan fína sedrusvið sem var líkgrár eftir veturinn... dótið allt meira og minna sprungið og ekkert smá leiðinlegt að bera á þetta drasl. Það þarf að fara að finna upp eitthvað sumardót sem er klassý, viðhaldsfrítt, notalegt og er ekki segull á skít. Auglýsi hér með eftir alvöru uppfinningamanni/hönnuði.

Og heyskapurinn... Sko það var slegið í fyrradag eða daginn þar áður og þetta helv var orðið í ökla í dag. Auðvitað keypti maður einhvern tímann eina 6 hestafla með drifi og poka þannig að maður þyrfti þó ekki að ýta og raka... en þessi pokaaumingi tekur náttlega bara portion af grasinu svo maður stendur í stórræðum að handkrafla þjappaða slægjuna úr græjunni, kengboginn í tíma og ótíma. 

Pallaefnið er svo sér kapítuli... svona ferlega laglegt rétt á meðan maður skrúfar þetta drasl niður og síðan gránar þetta allt og lítur út eins og fornminjar eftir eitt eða tvö ár. Hét því eftir þriðju pallasmíðina að setja þetta ónýti aldrei framar á pall og ætlaði sko að setja eitthvað varanlegt sem liti eins út að vori. Svo nú þegar stendur til að bæta við 4rða pallinum ætlaði ég sko að standa við stóru orðin og hringdi í Þ. Þorgrímsson til að kanna verð og annað... 6,500 kr. fermetrinn. Thank you very nice.

Maður spanderar sko ekki 6500 kalli í gólfefni á stofuna hjá sér.... En auðvitað er fullt af liði sem er jafnþreytt á þessu græna ónýti og ég en á bara heldur meiri peninga... En mér er sama þetta getur bara ekki verið eðlilegt verð fyrir 25mm plastefni.

Svo er það málningin... Þetta drasl sem manni er selt í dag veðrast á einu ári og þakskyggnin sem, ég málaði svona fallega hvít á potthúsinu í haust eru nú eins og þau hafi verið grunnuð með þynntum grunni...

Djöfull er allt að verða einnota í dag... eða kannski er maður bara að verða "too old for this shit"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

oooooooooooooooooooooooohhh hvað ég er sammála þér. Er með kvíðaverki yfir öllu sem þarf að gera í garðinum. Og engin húsgögn ennþá því ég er ekki alveg til í að kaupa svona sem þarf að bera á 2x á ári. Veit að ég mun ekki gera það.

Jóna Á. Gísladóttir, 12.6.2007 kl. 16:07

2 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Já Guðmundur minn... Mér finnst þetta bara alveg jafn leiðinlegt þó einhver annar geri þetta glaður í lund.

Og ef svo ólíklega vildi til að Kaoninn væri "hrunin" þá eru þessi tæki ábyrgð svo í stað þess að gráta væri gáfulegra að fá bara nýjan hjá mér í skiptum fyrir þann "hrunda"

Þorsteinn Gunnarsson, 15.6.2007 kl. 21:31

3 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Nohh menn bara að verða pirraðir... ég sem hélt að það væri svo andlega styrkjandi að ditta að hjá sér. Mig sem dauðlangaði í garð

En ætli ég fari ekki bara annað með mínar peningaáhyggjur...

Aðalheiður Ámundadóttir, 17.6.2007 kl. 01:01

4 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Ja Aðalheiður... þetta með garðinn er eins og með svo margt annað... að ef þú slítur þér út nótt sem nýtan þá lítur þetta náttúrulega nógu vel út til að gleðja augað en þá eru flestir búnir að fá nóg af garði og fylgihlutum svo þetta getur stundum verið nett Catch 22, en svona að öllu gamni slepptu þá er andleg hvíld í því að strita í þessu öllusaman að ekki væri nú ef skrokkurinn væri sammála...

Þorsteinn Gunnarsson, 17.6.2007 kl. 02:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þorsteinn Gunnarsson
Þorsteinn Gunnarsson
er áhugamaður um réttláta refsingu borgaranna  fyrir þá sök eina að vera til...
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband