Leita í fréttum mbl.is

Af Tóbaks-Steina

Fyrir margt löngu var á Akureyri maður sem kallaður var Tóbaks-Steini(Og Skriðjöklar gerðu frægan hér um árið).  Hann vann í öskunni, drakk kassa af Thule á dag hjá Gvendi Gorra á Bílaþjónustunni og bjó ásamt ketti sínum í húsi sem við strákarnir kölluðum Kastalann.

Steini átta gamli "vængja-láfu" Chevrolet 1959 og einhverju sinni var kappinn á leið til vinnu sinnar og stoppaði við umferðarljósin við BSO á leið sinni til norðurs. Ég hafði stöðvað aftan við kallinn og þegar græna ljósið kemur situr sá gamli sem fastast og fer hvergi. Ég beið ásamt nafna mínum einn eða tvo umganga af grænum en sá svo að ekkert fararsnið var á "láfunni" svo ég renndi bara fram hjá en var orðinn forvitinn. Lögreglubíll var stopp á ljósunum á móti og hafði greinilega séð að ekki var allt með felldu svo ég tók einn aukarúnt til að fylgjast með framvindunni.

Enn liðu ein eða tvö græn en þá snaraðist út vaskur lögregluþjónn, gekk greiðlega að "láfunni" sleit uppá henni hurðina og hvæsti " Ertu að bíða eftir norðurljósunum'"... sá gamli hrökk upp með andfælum en hann hafði lagt sig þarna smá stund meðan hann dokaði eftir rétta litnum... rak síðan láfuna í dræfið og stóð hana yfir gatnamótin... á rauðu.

Toppmaður Tóbaks-Steini


mbl.is Sofnaði á rauðu ljósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Voða hefur þessi Steini sofið mikið.

Jóna Á. Gísladóttir, 25.5.2007 kl. 01:07

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Mikið ofboðslega vorm við búnir að hafa gaman af Steina í þá gömlu góðu.......... Manstu eftir því þegar við bundum saman nokkrar gosdósir og festum við framstuðarann þannig að þær glömruðu undir miðjum ,,láfunni" og nafni þinn () var afar lengi að fatta hvað gekk á..... Steini var snillingur á sínu sviði.

Páll Jóhannesson, 25.5.2007 kl. 20:38

3 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

@PAlli - Ja ég man allavega þegar við tjökkuðum vængjaláfuna upp og smelltum henni á 2 goskassa. Gamli ráfaði út í hana eftir að hafa skellt í sig dagskammtinum af Thule.. setti í drævið og ekkert gerðist... svo í bakk og allt við sama og kemur svo ábúðafullur inná Bílaþjónustuna aftur... pantar 3 thule og tilkynnir okkur í framhjáhlaupi að nú væri illt í efni...skiptingin farin í láfunni. Já það rifjast eitt og annað upp þegar horft er til baka.

Þorsteinn Gunnarsson, 26.5.2007 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þorsteinn Gunnarsson
Þorsteinn Gunnarsson
er áhugamaður um réttláta refsingu borgaranna  fyrir þá sök eina að vera til...
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband