10.5.2007 | 09:35
Engar njósnir takk...
Hvaða foreldrar telja sig umkomna þess að "vera vakandi yfir tölvu og gsm/sms notkun" 15-16 ára unglinga.
Og hvaða unglingar fara útí bæ að halda uppá vertíðarlokin, með pabba og mömmu í eftirdragi?
Manni finnst helst á lestri þessarar frétta að unglingar og foreldrar séu sinn hvor stríðsaðilinn. Hluti fréttarinnar hefði alveg eins getað verið svona:
Verum viðbúinn því að krakkarnir tali saman og ákveði jafnvel hvar þeir ætli að hittast" - Athugum það að þau geta skipt um skoðun á því hvar þau ætla að hittast og það með stuttum fyrirvara. Við skulum hakkast inná tölvurnar hjá þeim... afrita simkortið í gemsanum þeirra og þau skulu sko ekki halda að þau geti haldið þessu útaf fyrir sig. - Sjá:
Börn og unglingar hafa verið dugleg við að taka í notkun ýmiss konar nýja tækni og nota mikið blogg og sms til þess að eiga samskipti. Björk segir að foreldrar þurfi að hafa þessi atriði í huga, þeir þurfi að vera vakandi fyrir símum og tölvum.
Spyrja má hvort ungmennin á Akureyri, sem ráðgert hafa að hittast í Kjarnaskógi um helgina, hafi nýtt sér þá tækni til þess að láta boðin ganga sín á milli.
Ja.. jú jú auðvitað má spyrja... en til hvers? Er aðalatriðið með hvaða hætti krakkarnir tala saman? Geði það eitthvað fyrir einhverja foreldra að vita það að þeirra unglingur notaði SMS í stað MSN eða bloggs?
Hlutverk foreldranna er að byggja þessa einstakling upp, kenna þeim og innræta hvað sé rétt og hvað sé rangt, svo þau geti tekið sjálfstæðar upplýstar ákvarðanir. Ef við treystum þeim ekki fyrir nettengdri tölvu eða GSM þá er það okkar að sjá þil þess að þau hafi ekki yfir slíkum tækjum að ráða. Það verður alltaf þannig að einhver þeirra bregðast trausti okkar, þau eru jú mannleg og því breysk eins og foreldrarnir. En fyrst og síðast verðum við að treysta þeim en ef við gerum það ekki.. þá er hreinlegra að banna þeim að fara. En í guðs bænum ekki fara að njósna um þau eins og um "meinta" sakamenn sé að ræða. Það kann aldrei góðri lukku að stýra.
10. bekkur fagnar próflokum: Áhyggjur af laugardegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- Helga Auðunsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Jóhannesson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Kári Harðarson
- Heiða Þórðar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Huld S. Ringsted
- Vilborg Auðuns
- Þorleifur Ágústsson
- Þórunn Óttarsdóttir
- Ragnheiður Sigfúsdóttir
- Helga skjol
- Jens Guð
- Tómas Þóroddsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lýður Árnason
- Hin fréttastofan
- Pálmi Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Grétar Ómarsson
- Gaukur Úlfarsson
- Óttarr Makuch
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Jón Þór Bjarnason
- Birna Mjöll Atladóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Bleika Eldingin
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Þórhallur V Einarsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- gudni.is
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Haraldur Bjarnason
- Fanney Unnur Sigurðardóttir
- Perla
- Bwahahaha...
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
Tenglar
Áhugavert
testing
- Töfraljós - Ilmkertagerð - Vefverslun Töfraljós - handgerð Íslensk verðlauna-ilmkerti
- Versla.com Vefversun gervihnattamannsins
- Skykort.Com Síða um allt sem lýtur að móttöku á Sky Digital
- Skrifa.Com Allt um móttöku á gervihnattasjónvarpi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, mér fannst við þennan lestur ég vera kominn inn í sketch hjá Monty Python.
Minnir óneitanlega á sketchinn um Hell's Grannies sem fjallar um gömlu konurnar sem safnast saman í gengi á götum bretlands.
Kjartan Á. (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 11:05
Ég er allveg sammála þér. Ég starfa sem leiðbeinandi í félagsmiðstöð fyrir unglinga og mér finnst sem ég heyri bæði á samstarfsfólki mínu og leiðbeinendum á símenntunarnámskeiðum sem ég sæki vegna starfans að fylgjast verði með öllu og í raun gruna alla um illt. Börnin eru komin með svipaða stöðu og sanntrúaðir múslimar í augum margra vesturlandabúa, þ.e.a.s þeir eru sekir þar til sýkn er sönnuð.
Ég tel að þessi aðferð við uppeldið, ef uppeldi skildi kalla hafi einmitt þveröfug áhrif. Krakkarnir hreinlega fari frekar að plotta og læðupúkast eitthvað bara hreinlega vegna þess að þau vita að er verið að vakta þau. Það eru litlar líkur á að barn beri traust til foreldra sinna varðandi margar spurningar sem kunna að kvikna á unglingsárunum ef ekkert gagnkvæmt traust ríkir.
Foreldrar eiga að vera foreldrar, ekki njósnarar og rannsóknarlögregla.
Hörður Stefánsson, 10.5.2007 kl. 15:05
Góður punktur hjá þér Andri.
Grétar Ómarsson, 11.5.2007 kl. 11:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.