Leita í fréttum mbl.is

Partý á Siglufirði

Hvernig hagar ungdómurinn sér eiginlega í dag... Þetta var ekki svona þegar ég var...

Ég man eftir smá gleðskap á Sigló þegar ég var yngri, Þetta var nú reyndar fyrir tíma internets og gemmsa... en einhver ógæfuhjónin höfðu skroppið til Spánar og eftirlátið ungviðinu íbúðina í einar 3 vikur. Nú ég man að einhver gestanna breytti pelsi húsmóðurinnar, sem skiljanlega hafði skilið hann eftir, í mittisjakka og fór sú aðgerð fram með skærum eigandans. Reyndar týndist jakkinn á ballinu en hvað um það.

Um nóttina var svo útbúin ommeletta á eldavélinn sjálfri þar sem sá elshússkápur sem opnaður var reyndist ekki innihalda pönnu. Seinna um nóttina fannst einum viðstaddra síðan algerlega brilliant hugmynd að mála einn strákinn sem lá áfengisdauða í stofusófanum. Var fundin til rauð olíumálning í bílskúrnum og kappinn kústaður að aftanverðu, bæði á baki og fótum... því enginn nennti að snúa honum...

Sátu menn svo og skemmtu sér við að hlægja að kappanum er hann vaknaði helþunnur og  settist upp... og hélt að hann sæti í einhverju klístri svo hann færði sig stöðugt og stimplaði því Chesterfield-inn eins og hann lagði sig.

Mig minnir að ég hafi ekki verið í þessu partýi.

 


mbl.is Heimili Annie Lennox lagt í rúst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Hefði verið til í að vera í þessu partýi með þér............. ef við værum jafn gamlir.

Tómas Þóroddsson, 9.5.2007 kl. 01:06

2 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Það er nú óþarfi að vera að nudda mér uppúr því þótt ég sé yngri í árinu

Þorsteinn Gunnarsson, 9.5.2007 kl. 01:23

3 identicon

Já, já.  Ég veit hvaðan þú heyrðir af þessu partýi en þú varst ekki þar.  Ég hélt þetta partý og vil koma með smá leiðréttingu.  Foreldrar mínir eru ekkert ógæfufólk en þau fóru í tjaldútilegu þessa helgi en ekki til spánar.  Þetta var sparikápan hennar mömmu en ekki pels.  Þá var ekki notuð rauð olíumálning heldur hvít innimálning.  Ekki var heldur Chesterfield heldur gamalt sófasett og sat hann í einum stólnum.

Víbekka Arnardóttir (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þorsteinn Gunnarsson
Þorsteinn Gunnarsson
er áhugamaður um réttláta refsingu borgaranna  fyrir þá sök eina að vera til...
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband