Leita í fréttum mbl.is

Hvernig hyggjast femínistar taka á þessu?

coverEftir að hafa verið þáttakandi í þessu bloggsamfélagi hér á mbl í nokkurn tíma er ég orðin mun meðvitaðri um femínisma. Hélt lengst af að femínistar væru bara nokkrar konur sem hefðu ekki erindi sem erfiði, en er í það minnnsta orðinn fullviss um að fjöldinn var rangur.

Hinsvegar finnst mér svo sem sumt stundum öfgaflullt í fari þeirra sumra enda alinn upp í algjörri verkaskiptingu karla og kvenna á heimli afa míns og ömmu. Amma var þeirrar gerðar að henni fannst það hálfgerð móðgun ef boðist var til þess að aðstoða hana við heimilisstörfin. Afi vann svo úti og skaffaði. Þó varð það raunin að eftir að afi hætti að vinna "fékk" hann að hjálpa til og þau t.d sáu þá um þrif og skúruðu saman og annað slíkt. Þetta voru ánægð og elskuleg hjón sem aldrei sögðu styggðaryrði hvort við annað og laus við alla rembu.

Í dag væri óttast ég að afi minn hefði verið kallaður karlremba. En slíkt var ekki til í honum.

En ok ...er farinn að tala um eitthvað allt annað en til stóð... Ég semsagt stend mig að því að vera farinn að horfa á auglýsingar, plaköt og annað útfrá þvi hvort um sé að ræða kvenfyrirlitningu eða ekki. Tók eftir þessu þegar N1 auglýsingin kom um kallinn sem má ekki fara í golf fyrr en hann er búin að grilla og síðan í dag þegar ég las um væntanlega plötu með Mínus, en þar er coverið frekar ósmekklegt að mínu viti. Bæði gagnvart konum og ekki síður feitu fólki.

Nú er ég ekki kona... en feitur er ég. Slapp að vísu við það er feitt fólk kvartar mest yfir svo sem einelti í skóla, mestan part við stríðni, átt góða vini og félaga, aldrei orðið þunglyndur, aldrei átt vandamál með hitt kynið og eflaust verið mjög heppinn. En ég les margt viðtalið við feitt fólk(gjarna fólk sem hefur náð árangri við að grennast) og sé þar að ég hef sjálfsagt frekar verið undantekning frekar en regla. 

Ég reikna með að Feministar hefji nú málsvörn fyrir konurnar vegna þessa plötucovers og óskandi væri að slík málsvörn færi einnig fram fyrir alla þá feitu sem eiga um sárt að binda og hafa ekki marga málsvara í dag. Svona cover er ekki til neins nema að nudda salt í þeirra sár og sérstaklega kvenna.

Kannski "viktuðu" þessi orð mín meira ef ég sjálfur væri grannur, en 150 kílóin verða að duga í þetta skiptið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vellti því fyrir mér hvort þú værir á sömu skoðun (þ.e. að mynd af naktri konu á plötucoveri sé móðgun við konur) ef um væri að ræða granna konu?   Þá þýðir lítið að kalla á her feminista, því flestar þeirra virðast bara bregðast við þegar um klám er að ræða. 

Og svona feit kona er það klám?  

Ég er feministi og ég hef átt mínar baráttur við aukakílóin, en ég sé ekki afhverju þessi mynd sé verri en t.d þetta cover http://en.wikipedia.org/wiki/Image:Marilyn_Manson_Mechanical_Animals.jpg

En ég er líka frjálshyggju manneskja og mér finnst frelsi fólks til að tjá sig í máli og myndum mjög mikilvægt.

En þú ættir kanski að stofna félag feitra sem myndi berjast fyrir réttindum sínum og mótmæla öllu sjálf þegar væri verið að gera lítið úr feitu fólki.  Það er náttúrulega staðreynd (samkvæm VR) að grannt og fallegt fólk fær hærri laun en feitt og ljótt.

Með baráttukveðjum

-Sigrún- 

Sigrún Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 13:10

2 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Ég var nú Sigrún kannski ekki að vísa eingöngu til myndarinnar heldur samspils hennar og textans. - Kv. Steini

Þorsteinn Gunnarsson, 28.4.2007 kl. 14:16

3 identicon

Kæri Steini

Það er heldur enginn kvennfyrirlitnig í textanum...

Ég sé hvað þú ert að fara, þessi mynd er ádeila og getur verið særandi fyrir viðkvæma.

En þetta finnst mér ekkert vera kvennréttindabarátttu málefni.

Þannig ég spyr: Hvað villt þú að feministar geri í þessu?

-Sigrún-

Sigrún Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 14:45

4 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Sæl Sigrún - Þú segist vera femínisti og þú segir að engin kvenfyrirlitning sé í þessu svo það þýðir einfaldlega það að femínistar þurfa bara hreint ekkert að gera í þessu. Þú ert einfaldlega búin að svara spurningu minni, sem er í hausnum þ.e: Hvernig hyggjast femínistar taka á þessu. Takk fyrir það.

Myndin særir mig ekki nokkurn hlut. Ég var að hugsa um aðra í þessu tilfelli. Hafði einmitt lesið eftir einhvern femínistan að "auðvitað væri þessa elífa tvíræðni ekkert annað en að áreita konur" Og þar sem það fer ekki milli mála að coverið er "tvirætt eða jafnvel þrírætt" eins og Frosti í mínus segir... þá bara ruglaðist ég bara eilítið í "riminni" mundi ekki að áhugi feminísta snerist eingöngu um klám.  - Kv.Steini

Þorsteinn Gunnarsson, 28.4.2007 kl. 15:53

5 Smámynd: Pro-Sex

Kæri Steini

Það er heldur enginn kvennfyrirlitnig í textanum...

Ég sé hvað þú ert að fara, þessi mynd er ádeila og getur verið særandi fyrir viðkvæma.

En þetta finnst mér ekkert vera kvennréttindabarátttu málefni.

Þannig ég spyr: Hvað villt þú að feministar geri í þessu?

-Sigrún-

Pro-Sex, 28.4.2007 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þorsteinn Gunnarsson
Þorsteinn Gunnarsson
er áhugamaður um réttláta refsingu borgaranna  fyrir þá sök eina að vera til...
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband