Leita í fréttum mbl.is

Hver samdi þetta eiginlega?

"...Þá er í lögunum nýtt ákvæði sem segir að lögregla skuli banna byrjanda sem hefur bráðabirgðaökuskírteini að aka hafi hann fengið fjóra eða fleiri punkta samkvæmt punktakerfi vegna umferðarlagabrota. Þessu banni má þó aðeins beita einu sinni á gildistíma bráðabirgðaökuskírteinis. Akstursbannið gildir þar til byrjandinn hefur sótt námskeið og tekið ökupróf að nýju."

Bíddu er ekki verið að tala um sviftingu bráðabirgðaskírteinis hérna? Miskil ég þetta eitthvað? Eða er þetta bara gamla hefðin að flækja einfalda hluti?

 

"...Annað nýmæli laganna er að þegar um stórfelldan eða ítrekaðan ölvunarakstur, hraðakstur eða akstur án ökuréttinda er að ræða má gera ökutæki upptækt sem notað var við brotið nema það sé í eigu annars manns sem ekki er við brotið riðinn. Við sömu aðstæður má gera upptækt ökutæki þess sem hefur framið tilgreind brot enda þótt það ökutæki hafi ekki verið notað þegar brot var framið.

Það fer semsagt að vera venja fremur en undantekning að þessir yngri allavega verði með bílana á nafni forledra sinna til að koma í veg fyrir upptöku. Er þetta ekki eitthvað se verður að hugsa aðeins betur?


mbl.is Viðurlög við umferðarlagabrotum hert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einnig verður að fylgja þessum lögum skilgreining á orðinu (ítrekaður) er það tvö skipti eða þrjú eða fleiri. Það verður að vera alveg skýr rammi utan um svona lög ef að þau eiga að fúnkera rétt.

Stefán Kjartansson (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þorsteinn Gunnarsson
Þorsteinn Gunnarsson
er áhugamaður um réttláta refsingu borgaranna  fyrir þá sök eina að vera til...
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband