25.4.2007 | 00:11
Hundurinn "stoned" en eigandinn ekki
Ég á yndislega 44 kg. kjölturakka sem heitir Ýmir. Hann er kannski ekkert endilega alltof viss um að hann sé hundur, enda bara einn af fjölskyldunni og elskaður sem slíkur.
Í dag var ég á ferðinni að skutla stráknum í afmæli til vinar síns en sá býr hér rétt hjá Dýraspítalanum okkar Árborgara. Ég fékk þessa snilldarhugmynd að skreppa bara með Ými inn á spítalann og fá þau til að klippa klærnar á karli. (hann er nefnilega ekki látinn labba neitt alltof mikið utandyra.. hvað þá hlaupa...
Við snörum okkur inn... ég óundirbúinn ekki með ól á honum eða neitt enda hafi hann bara verið með á rúntinum. Við komumst strax að, og ég gat með herkjum lyft honum uppá hátt borð en þar fór klippingin fram. Þessi elska bar sig vel, en nett hræddur, enda hef ég alltaf sagt að hjartað í honum hljóti að vera minnsta líffærið hans.
Nú þetta gekk svo vel að ég stundi því upp að hann væri með vörtusepa sem mætti kannski taka í leiðinni. Doksi leit á vörtuna og samsinnti því. Ég bjó mig undir að þurfa kannski að halda aðeins þéttar við greyið á meðan að sepinn yrði klipptur af, en sepinn hékk á örmjóu hafti. Nei nei... fyrst fékk hann kæruleysissprautu... og við látnir doka frammi á biðstofu meðan aukið kæruleysi helltist yfir kappann og síðan eftir að hafa með erfiðismunum náð að lyfta honum, gersamlega meðvitundarlausum uppá háa borðið aftur þá var hann staðdeyfður allt í kringum sepann og síðan var þetta sótthreinsað, skorið allt og saumað saman aftur. Eyrun voru einnig hreinsuð í leiðinni svona rétt til að nýta "blackoutið".
Jæja þá var komið að því að koma meðvitund í karlinn aftur. Hann var fyrst sprautaður með fúkkalyfjum og síðan var hann sprautaður með einhverjum "tak sæng þína og gakk" vökva... en ekkert gekk. Á endnum varð ég að fara með hann úr "recovery" og fram í almenning og þar hófst biðin. Inn komu allskonar "næstumþví" hundar og kettir en hann rétt splæsti öðru auganu á kvikyndin en neitaði með öllu að sýna t.d hefðbundin viðbrögð við kettinum, en kettir eru annars það eina sem annars haggar jafnaðarskapi Ýmis. Þ.e hann fer venjulega gjösamlega á límingunum þegar hann sér kött.
En nei nei... hannn lá bara áfram í þessu dóprússi sínu og var sko slétt sama hvað fram fór á biðstofunni. Á endanum þurfti ég að hálfdraga hann útí bíl og þegar ég opnaði afturhurðina, leit hann hneykslaður á mig með morgunsvipnum sínum... en sá svipur þýðir: "'Eg er svo ofsalega syfjaður, enda rifinn upp um miðja nótt, að þú verður að lyfta mér upp ef þú ætlast til þess ég fari inn í bílinn" Sem ég og gerði. Nota Bene... Þetta er fólksbíll.
Ég hafði fengið fínan plastkraga til að setja um hálsinn á honum en sá fljótt að þeir reikna með að boxer sé eitthvað léttari en minn, svo enginnn er kraginn. Enda þegar þessar línur eru skrifaðar, á miðnætti, er hann enn hálf meðvitundarlaus hérna í leðrinu aftan við mig, greinilega harðákveðinn í að fullnýta dópið... enda á þurrfóðri og vatni flesta daga.
Skyld'ann verða þunnur á morgun?
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Matur og drykkur, Vefurinn, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | Facebook
Bloggvinir
- Helga Auðunsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Jóhannesson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Kári Harðarson
- Heiða Þórðar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Huld S. Ringsted
- Vilborg Auðuns
- Þorleifur Ágústsson
- Þórunn Óttarsdóttir
- Ragnheiður Sigfúsdóttir
- Helga skjol
- Jens Guð
- Tómas Þóroddsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lýður Árnason
- Hin fréttastofan
- Pálmi Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Grétar Ómarsson
- Gaukur Úlfarsson
- Óttarr Makuch
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Jón Þór Bjarnason
- Birna Mjöll Atladóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Bleika Eldingin
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Þórhallur V Einarsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- gudni.is
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Haraldur Bjarnason
- Fanney Unnur Sigurðardóttir
- Perla
- Bwahahaha...
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
Tenglar
Áhugavert
testing
- Töfraljós - Ilmkertagerð - Vefverslun Töfraljós - handgerð Íslensk verðlauna-ilmkerti
- Versla.com Vefversun gervihnattamannsins
- Skykort.Com Síða um allt sem lýtur að móttöku á Sky Digital
- Skrifa.Com Allt um móttöku á gervihnattasjónvarpi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Kallað tvisvar út vegna elds í sama gámi
- Rúta valt á Þingvallavegi
- Myndir: Þrettándanum fagnað
- 148 þúsund mál á borði lögreglu
- Fleiri tilkynningar um ofbeldi barna í garð foreldra
- Einn fremsti stjórnmálamaður sem við höfum átt
- Fjármagnaði 250 augnaðgerðir
- Þung umferð í Reykjavík: Tveir bílar biluðu
- Vegagerðin svarar ekki ásökunum
- Braust inn hjá Hjálpræðishernum og stal fjármunum
Erlent
- Fyrsta dauðsfallið tengt fuglaflensu staðfest vestanhafs
- Trump yngri á leið til Grænlands
- Starmer svaraði Musk á heitum blaðamannafundi
- Trudeau segir af sér
- Búist við afsögn Trudeaus
- Handtekinn við skrifstofu forsætisráðherrans
- Neyðarástandi lýst yfir í sjö ríkjum vegna veðurs
- Grænlendingar stígi í átt að sjálfstæði
- Tóku bæ á stærð við Reykjanesbæ á sitt vald
- Tala látinna hækkar eftir árásina í Magdeburg
Viðskipti
- Hafa gefið út rafræn gjafakort fyrir 8,5 milljarða
- Áfengisrisar fengu á sig skell
- Vilja draga úr matarsóun
- Haustið fullbókað í jólaskreytingum
- Olíuríkið vill rafmagnsbíla
- Sameinað JBT Marel mætt í Kauphöllina
- Friðrik nýr sviðstjóri hjá Faxaflóahöfnum
- Stefnt að opnun í Vestmannaeyjum
- Bjartsýnn á rafmyntageirann á árinu 2025
- Kynna frumhönnun að hótelinu
Athugasemdir
Ohhh. þetta er svona ferð á dýraspítalann eins og ég þyrfti að drífa mig í með báða hundana og köttinn. Svakalega er Ýmir sætur ''kjölturakki''. Má spyrja um aldur?
Jóna Á. Gísladóttir, 25.4.2007 kl. 00:15
Takk.. Verður 5 ára þann 8.ágúst nk. Ja það er allavega löstur að vera ekki skárri í bakinu þegar hann ákveður að nú skuli haldið á honum - Svo er hann reyndar ansi rúmfrekur líka... en klórar mann vonandi minna eftir naglasnyrtinguna
Þorsteinn Gunnarsson, 25.4.2007 kl. 00:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.