Leita í fréttum mbl.is

Hundurinn "stoned" en eigandinn ekki

YmirÉg á yndislega 44 kg. kjölturakka sem heitir Ýmir. Hann er kannski ekkert endilega alltof viss um að hann sé hundur, enda bara einn af fjölskyldunni og elskaður sem slíkur.

Í dag var ég á ferðinni að skutla stráknum í afmæli til vinar síns en sá býr hér rétt hjá Dýraspítalanum okkar Árborgara. Ég fékk þessa snilldarhugmynd að skreppa bara með Ými inn á spítalann og fá þau til að klippa klærnar á karli. (hann er nefnilega ekki látinn labba neitt alltof mikið utandyra.. hvað þá hlaupa...

Við snörum okkur inn... ég óundirbúinn ekki með ól á honum eða neitt enda hafi hann bara verið með á rúntinum. Við komumst strax að, og ég gat með herkjum lyft honum uppá hátt borð en þar fór klippingin fram. Þessi elska bar sig vel, en nett hræddur, enda hef ég alltaf sagt að hjartað í honum hljóti að vera minnsta líffærið hans.

Nú þetta gekk svo vel að ég stundi því upp að hann væri með vörtusepa sem mætti kannski taka í leiðinni. Doksi leit á vörtuna og samsinnti því. Ég bjó mig undir að þurfa kannski að halda aðeins þéttar við greyið á meðan að sepinn yrði klipptur af, en sepinn hékk á örmjóu hafti. Nei nei... fyrst fékk hann kæruleysissprautu... og við látnir doka frammi á biðstofu meðan aukið kæruleysi helltist yfir kappann og síðan eftir að hafa með erfiðismunum náð að lyfta honum, gersamlega meðvitundarlausum uppá háa borðið aftur þá var hann staðdeyfður allt í kringum sepann og síðan var þetta sótthreinsað, skorið allt og saumað saman aftur. Eyrun voru einnig hreinsuð í leiðinni svona rétt til að nýta "blackoutið".

Jæja þá var komið að því að koma meðvitund í karlinn aftur. Hann var fyrst sprautaður með fúkkalyfjum og síðan var hann sprautaður með einhverjum "tak sæng þína og gakk" vökva... en ekkert gekk. Á endnum varð ég að fara með hann úr "recovery" og fram í almenning og þar hófst biðin. Inn komu allskonar "næstumþví" hundar og kettir en hann rétt splæsti öðru auganu á kvikyndin en neitaði með öllu að sýna t.d hefðbundin viðbrögð við kettinum, en kettir eru annars það eina sem annars haggar jafnaðarskapi Ýmis. Þ.e hann fer venjulega gjösamlega á límingunum þegar hann sér kött.

En nei nei... hannn lá bara áfram í þessu dóprússi sínu og var sko slétt sama hvað fram fór á biðstofunni. Á endanum þurfti ég að hálfdraga hann útí bíl og þegar ég opnaði afturhurðina, leit hann hneykslaður á mig með morgunsvipnum sínum... en sá svipur þýðir: "'Eg er svo ofsalega syfjaður, enda rifinn upp um miðja nótt,  að þú verður að lyfta mér upp ef þú ætlast til þess ég fari inn í bílinn" Sem ég og gerði. Nota Bene... Þetta er fólksbíll.

Ég hafði fengið fínan plastkraga til að setja um hálsinn á honum en sá fljótt að þeir reikna með að boxer sé eitthvað léttari en minn, svo enginnn er kraginn. Enda þegar þessar línur eru skrifaðar, á miðnætti, er hann enn hálf meðvitundarlaus hérna í leðrinu aftan við mig, greinilega harðákveðinn í að fullnýta dópið... enda á þurrfóðri og vatni flesta daga.

Skyld'ann verða þunnur á morgun?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ohhh. þetta er svona ferð á dýraspítalann eins og ég þyrfti að drífa mig í með báða hundana og köttinn. Svakalega er Ýmir sætur ''kjölturakki''. Má spyrja um aldur?

Jóna Á. Gísladóttir, 25.4.2007 kl. 00:15

2 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Takk.. Verður 5 ára þann 8.ágúst nk. Ja það er allavega löstur að vera ekki skárri í bakinu þegar hann ákveður að nú skuli haldið á honum - Svo er hann reyndar ansi rúmfrekur líka... en klórar mann vonandi minna eftir naglasnyrtinguna

Þorsteinn Gunnarsson, 25.4.2007 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þorsteinn Gunnarsson
Þorsteinn Gunnarsson
er áhugamaður um réttláta refsingu borgaranna  fyrir þá sök eina að vera til...
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband