Leita í fréttum mbl.is

Glæpahugrenningar

criminalÉg er í hálfgerðum mínus enda sváfum við feðgar yfir okkur í dag. Mér finnst þetta afar leiðinlegt þar sem strákurinn minn, sem er 11 ára, hefur fram að þessu getað státað sig af því að vera með 100% mætingu, þ.e hvorki komið of seint eða fengið fjarvist. Hann stillir vekjaraklukku og vaknar við hana alla daga og sama geri ég.

Hinsvegar "tók ég sénsinn" í gærkveldi. Ég sé ekki gleraugnalaus til að stilla klukkugarminn og hafði gleymt gleraugunum fram í stofu og nennti ekki, kominn undir sæng, fram aftur að sækja þau. Svo ég stillti klukkuna í blindni(gegn betri vitund) og stólaði bara á að drengurinn vaknaði.

Enda leið mér réttilega eins og glæpamanni þegar ég vaknaði kl. 8:50. Ég kveið því að vekja son minn, vitandi að honum myndi sárna þetta og meira að segja hugsaði ég með mér að hringja bara í skólann og tilkynna hann veikann. Ég náði þó að hugsa á meðan ég klæddi mig... og vakti svo drenginn.

Sonurinn er föðurbetrungur og benti mér að hann hefði bara misst af tveim tímum í leikfimi. En það verður að segjast eins og er að ég hafði sko minnstar áhyggjur af menntuninni þar sem ég sat á rúmstokknum hjá honum.

Auðvitað ætti ég að fara með þessar "glæpahugrennningar" mínar eins og mannsmorð og minnast ekki á þetta við nokkurn mann, en ákvað að gera það samt. Verður kannski til þess að mér dettur svona vitleysa síður í hug aftur. Hversu stutt er eiginlega í óheiðarleikannn hjá manni?

En kannski skrifa ég þetta bara á föstudaginn 13.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Æi.... klaufalegt! En afsökunarbeiðni og að vera skömmustulegur fram yfir helgi ætti að redda þessu

Heiða B. Heiðars, 13.4.2007 kl. 11:28

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

haha. hefur hvarlað að mér líka þegar ég hef sofið yfir mig.. Að hringja stelpuna inn veika. En samviskan bannar það.

Jóna Á. Gísladóttir, 13.4.2007 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þorsteinn Gunnarsson
Þorsteinn Gunnarsson
er áhugamaður um réttláta refsingu borgaranna  fyrir þá sök eina að vera til...
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband