12.4.2007 | 14:51
Glittir í gasgrímurnar?
Datt í hug, við lestur fréttarinnar, mynd sem ég sá af veitingastað/kaffiihúsi það sem reykingabann var í gildi. Eigandinn hafði greinilega haft gálgahúsmor og hafði skipt staðnum niður í reyk- og reyklaust svæði. Það mátti semsagt reykja í aðalsalnum en fram í anddyri var reyklausa svæðið og innihélt það litinn kaffisjálfsala og rekka með gasgrímum.
Ég skil ekki þessi reykingabönn á kaffihúsum, þrátt fyrir að vera banni fylgjandi á mörgum opinberum stöðum nefni flugvélar, rútur og aðra þá staði þar sem fólk getur aldrei átt val. Ég, sem neytandi, hef hinssvegar val um það hvort ég kýs að vera í reyk kaffihúsi eða ekki. En hvað um starfsfólkið? Eftir því sem pólitíkusarnir segja þá er offramboð á vinnu og því geta þeir starfsmenn sem ekki kysu að vinna í reyk einfaldlega fengið sér vinnu á reyklausum kaffihúsum. Hvaða reyklausu kaffihúsum spyrðu.. ja eftir því sem áróðursherrarnir segja eru þau svo vinsæl að varla verður erfitt fyrir fólkið að finna þau.
Svo skil ég ekki þessa endalaus sérumhyggju fyrrir starsfólki kaffihúsa umfram aðra... Ekki banna menn notkun sements þó svo að múrarar og þeir aðrir sem vinna nálægt efninu fari ekkert alltof vel útúr því heislusamlega. En múrarnir eiga náttúrulegaval... þeir geta bara fengið sér vinnu á bensínstöð ef þeim líkar ekki rykið. Nú eða farið í gasgrímurnar!
Danir vilja fá að reykja á veitingahúsum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:53 | Facebook
Bloggvinir
- Helga Auðunsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Jóhannesson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Kári Harðarson
- Heiða Þórðar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Huld S. Ringsted
- Vilborg Auðuns
- Þorleifur Ágústsson
- Þórunn Óttarsdóttir
- Ragnheiður Sigfúsdóttir
- Helga skjol
- Jens Guð
- Tómas Þóroddsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lýður Árnason
- Hin fréttastofan
- Pálmi Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Grétar Ómarsson
- Gaukur Úlfarsson
- Óttarr Makuch
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Jón Þór Bjarnason
- Birna Mjöll Atladóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Bleika Eldingin
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Þórhallur V Einarsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- gudni.is
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Haraldur Bjarnason
- Fanney Unnur Sigurðardóttir
- Perla
- Bwahahaha...
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
Tenglar
Áhugavert
testing
- Töfraljós - Ilmkertagerð - Vefverslun Töfraljós - handgerð Íslensk verðlauna-ilmkerti
- Versla.com Vefversun gervihnattamannsins
- Skykort.Com Síða um allt sem lýtur að móttöku á Sky Digital
- Skrifa.Com Allt um móttöku á gervihnattasjónvarpi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held að ástæðan fyrir yfirvofandi reykingarbanni sé einfaldari en fólk heldur. Það er reykja þykir ógeðslegt, það er óhollt og það er kostnaðarsamt. Það er ekki einu sinni bara óhollt fyrir þann sem reykir, heldur einnig fyrir aðra í kringum hann.
Nú hafa stjórnvöld tök á því að banna þetta. Þá vaknar spurningin; Af hverju ekki að banna þetta bara?
Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 16:44
Það að drekka er nú ekkert par geðslegt heldur og veldur mun meira tjóni en reykingar þegar allt er talið - Á þá að koma bannárunum á aftur?
Þorsteinn Gunnarsson, 12.4.2007 kl. 17:06
Reyndar þyrfti að komast á algert reykingarbann til þess að líkja þessu við bannárin. Ég held samt að útgangspunkturinn í þessari umræðu sé sá hversu hættulegar reykingar eru öðrum, en ekki bara reykingarmanninnum sjálfum.
Svo finnst mér það alltaf vafasamt að benda á önnur atriði í röksemdum sínum. Mér finnst þetta svipað og ef maður sem er dæmdur fyrir skattsvik bendir á að allir svíkji undan skatti. Það að benda á eitthvað annað og segja; "af hverju er þetta ekki bannað líka" finnst mér vafasamur rökstuðningur, burt séð frá því hvort hægt sé að tala um það atriði á sambærilegan hátt.
Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 17:43
Ég tek samt alveg undir með þér að útúrölvað fólk er mun ógeðslegra heldur en edrú reykingamaður. Mér finnst hins vegar allt aðrar forsendur liggja fyrir reykingabanni. Það væri svosem hægt að ræða um áfengisbann en það yrði þá bara gert á eigin forsendum.
Það sem ég tel hins vegar vera helstu ástæðuna fyrir því að ekkert er rætt um áfengisbann er sú að það eru ekkert allir sem "misnota" áfengi og verða pissfullir og ógeðslegir. Fólk getur alveg drukkið áfengi í hófi við huggulegar aðstæður.
Ef menn myndu t.d. líkja þessu við fíkniefni og reykingar þá er það varla til sem heitir að reykja eða neyta eiturlyfja "í hófi".
Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 17:48
Ég vísaði nú bara til áfengisbannsins til að velta upp forsjárhyggjunni. Hvað hófið varðar þá er það einfaldlega túlkunaratriði hvers og eins og ég er nokkuð viss um að hóf hefur sína hvora merkinguna hjá Keith Richards og Árna Helgasyni... en það er nú önnur Ella.
Ég er bara einfaldlega þeirrar skoðunar að það sem felst í þessum afskiptum ríkisins sé hættulegra almenningi en það sem bannið leysir.
Þorsteinn Gunnarsson, 12.4.2007 kl. 18:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.