Leita í fréttum mbl.is

Pirrandi verslunarhættir

paskaeggÉg, grasekkjumaðurinn, skeiðaði hér á milli verslana á Selfossi, laugardaginn fyrir páska(reyndar laugardagskvöldið um 7 leytið) í leit að eggjum og fann reyndar 3 egg nr. 4 í Nóatúni, en það voru líka 3 síðustu eggin sem til voru á svæðinu.

Þetta er bara ekkert sérstakt ástand í ár eins og sumir verslunarmenn eru að halda fram... þetta er að verða venja... ekki undantekning.

Kannski eru framleiðendur að þvinga okkur kúnnana til að versla fyrr svo þeir geti smámsaman komið í veg fyrir að sitja uppi með egg.. veit það ekki en þetta eru hundleiðinlegir verlsunarhættir sem hæfa ekki ártalinu 2007.

Ég ólst upp við það að til væru egg fram yfir páska og finnst allavega lágmarkið að hægt sé að versla þau fram að páskadegi.

 

bakerySvo eru það sum bakaríin... ég skrepp stundum og sæki mér eitthvert góðgæti og þá er eins gott að gera það rétt uppúr hádegi því um kaffileytið er ástandið í sjoppunni orðið eins og eftir brunaútsölu. Kringla á stangli í hálftómum borðunum  og allt helsta aðdráttaraflið löngu uppselt og komið í meltingu útí bæ.

Ég skil ekki þennan hugsunarhátt... það hlýtur að vera skárra að henda stöku rúnstykki en að senda, mann af öðrum, tómhentan út.

Allavega er álagningin alveg þokkaleg og ætti að geta borið eðlileg afföll.

 

 


mbl.is Öll eggin seldust fyrir páska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Já í nútímanum þar sem verslanir eru opnar lungan úr sólarhringnum, alla daga vikunnar og verðlag eftir því... þá fer maður bara fram á að þurfa ekki að mæta á ákveðnum tímum/dögum til þess að versla... og í það minnsta lágmarkið að auglýsa það ef menn ætlast til eggjakaupa á miðvikudögum, mjólkurkaupa á fimmtudögum og svo framvegis.

Annars er ástæðan fyrir þessu slugsi aðallega sú að ég er grasekkjumaður þessa mánuðina og vantar því fyrirhyggju effectinn á heimilið

Þorsteinn Gunnarsson, 11.4.2007 kl. 17:34

2 Smámynd: Nafn ótilgreint

já þetta er eins með jólatrén fyrir jól.

Seljast alltaf upp og allir virðast jafn hissa, mér finnst lágmark að geta keypt páskaegg á páskadag , og jólatré í rólegheitum á Þorláksmessu/ aðfangadag, ekki í einhverju taugastressi að eltast við einhverjar hríslur...

Nafn ótilgreint, 11.4.2007 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þorsteinn Gunnarsson
Þorsteinn Gunnarsson
er áhugamaður um réttláta refsingu borgaranna  fyrir þá sök eina að vera til...
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 203343

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband