Leita í fréttum mbl.is

Óþolandi í fari þingmanna og frambjóðenda...

youÞegar blessuð börnin eru að rífast og benda á hvort annað segjandi "þú gerðir þetta eða hitt"..."nei".."víst" og svo famvegis... þá jafnvel skömmum við þau en allavega bendum þeim á þá staðreynd að hver og einn eigi að líta í eigin barm í stað þess að dæma.

Flestir pólítíkusar/frambjóðendur, að ekki sé talað um í nánd kosninga, verja stærstum tíma sínum í það að naga niður skóinn af pólítískum andstæðingum sínum í stað þess að líta í eigin barm og/eða bara að tala á kurteisan hátt fyrir málstað sínum. Eiga þó flestir frambjóðendurnir að teljast fullorðnir. Ég minnist þess aldrei að hafa heyrt sitjandi alþingismann hafa sagt frá því að hann/hún hafi ekki staðið sig sem skyldi í einhverjum málum og lofa betrun? Lesi maður blogg framsóknarmanns þá fjallar það að stærstu leyti um störf(lesist afglöp)annarra flokka? Það sama á við um blogg aðila úr öðrum flokkum.

Nú er eiginlega að verða svo komið að maður er kominn með netta skömm á öllum flokkum og því verður æ erfiðara að sannfæra sjálfan sig um að maður eigi yfirleitt erindi á kjörstað og taka með því þátt í sandkassaleiknum.

Uppáhaldslagið þeirra allra hlýtur samt að vera: Ekki bend´á mig


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hæ, Jóna ópólitíska hérna. Þú getur þá staðfest að ég sé ekki að missa af miklu með því að hlusta ekki og sammála því að tíminn fyrir kosningar er versti tíminn til að hlusta á orð af því sem þessir menn/konur segja? Algjör tímaeyðsla?

Jóna Á. Gísladóttir, 10.4.2007 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þorsteinn Gunnarsson
Þorsteinn Gunnarsson
er áhugamaður um réttláta refsingu borgaranna  fyrir þá sök eina að vera til...
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband