8.4.2007 | 14:24
Hve fordómarnir skína í gegn
Við lestur "fréttarinnar" fer maður ósjálfráttt að hugsa til þess að svo rífist menn um það hvort birta eigi nöfn og myndir af sakamönnum sem framið hafa alvarlega glæpi.
Hér hinsvegar þykir sjálfsagt að lýsa neyðarlegum aðstæðum og birta kyn, nafn, heimili, þyngd og nákvæmar lýsingar á öllu sem hugsanlega hægt er í sambandi við þennan ólánsama einstakling... af því hann er feitari en gengur og gerist.
Maður sér í það minnsta sjaldan sagt frá því að 90 kg. karlmaður hafi verið sóttur á baðhergið heima hjá sér en þar hafi hann hnotið og ekki getað staðið upp. Maðurinn, sem heitir Stefán Pálson og býr á Akranesi hafi hringt á 112 og óskað aðstoðar... og svo famvegis...
"318 kílóa þungri konu var í síðustu viku bjargað út af baðherberginu í íbúð hennar í New Jersey í Bandaríkjunum, en til þess þurfti að nema á brott hluta af útvegg hússins og fjarlægja glugga.
Konan, sem heitir Pat Brown, hringdi í neyðarlínuna eftir að hún datt á baðherberginu og gat ekki staðið á fætur. Baðherbergið er á annarri hæð í húsinu.
Sjúkraflutningamönnum tókst ekki að hnika konunni úr stað og hringdu þeir á slökkvilið, sem sendi þrjá bíla og 25 menn á staðinn.
Eftir að slökkviliðsmennirnir höfðu sagað hluta úr útvegg hússins, tekið burt baðherbergisgluggann og vegginn undir honum, klósettið og ofninn, settu þeir konuna í björgunarkörfu og þannig var hún borin niður sérstyrktan brunastiga.
Tíu slökkviliðsmenn færðu hana síðan á börur og í sjúkrabíl sem er sérútbúinn fyrir mjög stórt fólk, og var henni ekið á sjúkrahús. Konan reyndist ekki hafa meiðst alvarlega þegar hún datt, en gekkst undir aðgerð á sjúkrahúsinu...
Subbuleg fréttamennska... því aðgát skal höfð...
318 kg konu bjargað af baðherberginu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- Helga Auðunsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Jóhannesson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Kári Harðarson
- Heiða Þórðar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Huld S. Ringsted
- Vilborg Auðuns
- Þorleifur Ágústsson
- Þórunn Óttarsdóttir
- Ragnheiður Sigfúsdóttir
- Helga skjol
- Jens Guð
- Tómas Þóroddsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lýður Árnason
- Hin fréttastofan
- Pálmi Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Grétar Ómarsson
- Gaukur Úlfarsson
- Óttarr Makuch
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Jón Þór Bjarnason
- Birna Mjöll Atladóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Bleika Eldingin
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Þórhallur V Einarsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- gudni.is
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Haraldur Bjarnason
- Fanney Unnur Sigurðardóttir
- Perla
- Bwahahaha...
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
Tenglar
Áhugavert
testing
- Töfraljós - Ilmkertagerð - Vefverslun Töfraljós - handgerð Íslensk verðlauna-ilmkerti
- Versla.com Vefversun gervihnattamannsins
- Skykort.Com Síða um allt sem lýtur að móttöku á Sky Digital
- Skrifa.Com Allt um móttöku á gervihnattasjónvarpi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Rétt athugað hjá þér. En vegna þess að fréttin er erlend þá spáir maður einhvern vegin ekki í þetta. Get samt ekki annað en velt því fyrir mér hvernig í ósköpunum þessi aumingja kona hefur geta verið fótafær fram að þessu. Finnst ég hafa heyrt um léttara fólk sem er hreinlega rúmliggjandi.
Jóna Á. Gísladóttir, 8.4.2007 kl. 14:45
Ég held að flestir geti verið sammála um að svona tilvik séu fréttnæm enda ekki á hverjum degi sem slökkviliðið er sent í neyðartilvikum sem þessum og að það þurfti að saga parta úr húsi til að koma viðkomandi úr húsi. Fréttin er greinilega tekin frá erlendum miðli eins og svo oft áður en þar kemur nafnið fram og fleiri upplýsingar... ef þeir ætla að segja frá þessari frétt á annað borð þá mega þeir ekki sleppa neinu... auðvitað er það pínlegt fyrir konuna að nafn hennar komi fram en mig grunar nú samt að vinir hennar og fjölskylda og allir sem hana þekkja viti alveg hversu feit hún og að þessi frétt skemmi lítið þar fyrir... en sem sagt, þetta er frétt og ber að segja alla söguna en nafninu má sleppa, sammála því.
Björgvin Gunnarsson, 8.4.2007 kl. 19:22
Hehe... skrifaði kommentið með hléum (síminn hringdi og svona hehe) og las ekki heildina fyrr en ég hafði ýtt á enter... ég virðist taka u beygju þarna í lokin en málið er að ég er ósammála þér að þetta sé jafnvel ekki frétt og að um fordóma sé að ræða en hálf partinn sammála þér varðandi nafnbirtinguna, kannski heldur gengið langt í fínni blaðamennsku
Björgvin Gunnarsson, 8.4.2007 kl. 19:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.