3.4.2007 | 12:17
Hvor er í raun fatlaðri?
Það eru akkúrat svona drullusokkar sem ég á við þegar ég er að tala um fólk sem hafi fyrirgert rétti sínum til mannlegs samfélags. Burt séð frá þjófnaðinum jafn viðurstyggilegur og hann er í þessu tilfelli.. hvað varð þá um að níðast ekki á minni máttar...
Erum við foreldrar nútímans kannski hættir að predika þetta gamla sem hamrað var inn í mann nánast með móðurmjólkinni. Aldrei að níðast á minni máttar en vera honum til varnar hvar sem þurfa þætti.
Vona að Kristjáni heilsist vel.
Það jákvæða er þó að Lögreglan kom samdægurs. Hálftími? Ég meina... er ekki lögreglustöð þarna nánast í göngufæri?
Barinn og rændur í hjólastól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- Helga Auðunsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Jóhannesson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Kári Harðarson
- Heiða Þórðar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Huld S. Ringsted
- Vilborg Auðuns
- Þorleifur Ágústsson
- Þórunn Óttarsdóttir
- Ragnheiður Sigfúsdóttir
- Helga skjol
- Jens Guð
- Tómas Þóroddsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lýður Árnason
- Hin fréttastofan
- Pálmi Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Grétar Ómarsson
- Gaukur Úlfarsson
- Óttarr Makuch
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Jón Þór Bjarnason
- Birna Mjöll Atladóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Bleika Eldingin
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Þórhallur V Einarsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- gudni.is
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Haraldur Bjarnason
- Fanney Unnur Sigurðardóttir
- Perla
- Bwahahaha...
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
Tenglar
Áhugavert
testing
- Töfraljós - Ilmkertagerð - Vefverslun Töfraljós - handgerð Íslensk verðlauna-ilmkerti
- Versla.com Vefversun gervihnattamannsins
- Skykort.Com Síða um allt sem lýtur að móttöku á Sky Digital
- Skrifa.Com Allt um móttöku á gervihnattasjónvarpi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hver ert þú að kalla einhvern "drullusokk sem hefur fyrirgert rétti sínum til mannlegs samfélags". Veistu eitthvað um manninn? Að öllum líkindum ekki minni sjúklingur en sá sem ráðist var á
Heiða B. Heiðars, 3.4.2007 kl. 12:20
Það kann vel að vera að hann hafi verið sjúklingur... en hafi hann verið það.. á hann þá kannski bara að fá að haga sér svona og rölta um bæinn og ráðst á vegfarendur og það fólk í hjólastólum? Já ég kalla slíka menn drullosokka og finnst það að sumu leyti hól. Ég var bara ekkert að fjalla um orsök þess að hann væri drullusokkur enda þekki ég hana ekki. En þekkir þú orsökina þá skal ég glaður hlusta.
Þorsteinn Gunnarsson, 3.4.2007 kl. 12:44
"á hann að fá að haga sér....." Þú segir þetta eins og fólk kjósi sér að ráðast á fólk sem starfsframa. Nei, hann á ekki að fá að haga sér á þann hátt. En ef við erum að tala um fársjúkan eiturlyfjaneitanda þá á hann að fá að njóta sömu réttinda innan heilbrigðiskerfisins og aðrir sjúklingar
Heiða B. Heiðars, 3.4.2007 kl. 14:20
Ég er sammála því að fíklar eigi að njóta sömu réttinda innan helbrigðiskerfisins og aðrir,,, en það þýðir ekki að þeir eigi að vera undarskyldir lögum. Og hafirðu ekki áttað þig á því þá vísaði spurningin "á hann þá að fá og svo frv." til þess að fjarlægja þarf slíka "sjúklinga" af götunum þar sem þeir eru hvort tveggja sjálfum sér og öðrum stórhættulegir. Hvar hinsvegar á að vista þá er spurning sem stjórnvöld og Alþingi verður að svara.
Þorsteinn Gunnarsson, 3.4.2007 kl. 14:46
En þetta breytist aldrei á meðan almenningur sættir sig við og tekur undir það að það sé í lagi að líta á brot þeirra eins og þau hafi verið framin af heilbrigðum einstaklingi.
Hvert einasta svona brot framið af aðila föstum í eiturlyfjum ætti að vera ein krafan í viðbót um úrbætur. Ef ekki, þá magnast vandamálið bara dag frá degi
Heiða B. Heiðars, 3.4.2007 kl. 15:04
Mér finnst þessi afbrot ekki réttlætanleg með því að viðkomandi sé í fíkniefnum. Mér finnst það hinsvegar skýra hegðun þeirra. Og þú mátt ekki halda að ég hafi ekki kynst fíknum. Var fyrir margt löngu í þessum sporum sjálfur svo þetta er ekkert fjarlægara mér en öðrum. Ég legg SÁA og sambærilegum stofnunum lið í formi árgjalda, draslkaupa og styrkja og er talsmaður þess að allir fái annan séns. Þekki þó nokkra sem hafa framið stóra glæpi undir áhrifum áfengis og eiturlyfja og hafa reynst hinir mætustu menn er af þeim rann. Það breytir því hinsvegar ekki að allir áttu þeir það sammerkt að eiga skilið sína refsingu. Það eru meira að segja þeir sammmála um.
Þorsteinn Gunnarsson, 3.4.2007 kl. 15:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.