30.3.2007 | 10:50
Hversu siðblindir geta menn orðið
Hvernig er ástandið að verða hér á fróninu. Þessi óheillaþróun hefur átt sér stað á ótrúlega fáum árum. Það virðist ekkert heilagt lengur. Ég man þegar ég var yngri, að þrátt fyrir að menn slægust stundum þá voru þrátt fyrir allt óskráðar reglur... menn skyldu vera svipaðir að burðum, menn spörkuðu ekki, hárreittu ekki, notuðu ekki hjálpartæki, einn á móti einum og svo framvegis. Í dag virðast menn gera leik að því að ráðast í hópum að einhverjum sem á sér enskis ills von og síðan hamast hver sem betur getur við að sparka í höfuð og annað álíka ógeðfellt.
Mér er sama hvað hver segir... svona hyski á að fangelsa við fyrsta brot. Að skilyrða dóma hjá þeim sem fremja slík níðingsverk er ekkert nema óútfyllt ávísun á meira ofbeldi.
Ráðist á mann á áttræðisaldri á Miklubrautinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- Helga Auðunsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Jóhannesson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Kári Harðarson
- Heiða Þórðar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Huld S. Ringsted
- Vilborg Auðuns
- Þorleifur Ágústsson
- Þórunn Óttarsdóttir
- Ragnheiður Sigfúsdóttir
- Helga skjol
- Jens Guð
- Tómas Þóroddsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lýður Árnason
- Hin fréttastofan
- Pálmi Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Grétar Ómarsson
- Gaukur Úlfarsson
- Óttarr Makuch
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Jón Þór Bjarnason
- Birna Mjöll Atladóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Bleika Eldingin
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Þórhallur V Einarsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- gudni.is
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Haraldur Bjarnason
- Fanney Unnur Sigurðardóttir
- Perla
- Bwahahaha...
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
Tenglar
Áhugavert
testing
- Töfraljós - Ilmkertagerð - Vefverslun Töfraljós - handgerð Íslensk verðlauna-ilmkerti
- Versla.com Vefversun gervihnattamannsins
- Skykort.Com Síða um allt sem lýtur að móttöku á Sky Digital
- Skrifa.Com Allt um móttöku á gervihnattasjónvarpi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er sammæala þér í þessu þetta er tilefnislaus fólskuleg árás.
En er ekki dálítill tvískinnisháttur á þessu hja okkur við hrópum á fangelsi þegar þetta kemur svolítið nærri okkur og svo tölum við um hversu bágt einhver Íslendingur hafi það vegna þess að hann réðist á mann með hafnarboltakylfu og háfdrap hann og var sendur í fangelsi í 20 ár. Hann viljum við koma heim þar sem henn gæti sennilega fengið frelsi vegna þess að hann hefur verið helminginn aftímanu sem hann fekk í fangelsi svo það verður fínt að fá hann á götur Reykjavíkur
Smari (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 11:04
Kannski liggur "tvískinnungurinn" í því að hér heima eru menn gjarnan gæmdir í 16 ár fyrir morð og sleppa út á 2/3. Annars er ég ekki að meina að það eigi að fangelsa þessa slagsmálahunda og henda lyklunum... Það þarf bara að koma þeim harkalega niðrá jörðina strax í upphafi.
Þorsteinn Gunnarsson, 30.3.2007 kl. 14:22
Mér finnst alveg merkilegt að við borgarar sem ekki brjótum af okkur, erum ekki handrukkarar, eiturlyfjasalar eða eitthvað þaðan af verra, skuli ekki vera óhætt fyrir ofbeldisseggjum eins og t.d. þessum sem réðst á ca 80 ára gamlan mann við Miklubraut í morgunn. Ég er ekki að segja að 20 ára fangelsi væri lausnin, en að mínu mati, ef það er eitthvað í hausnum annað en sýra í þessum einstakling sem þetta gerði, þá held ég að ef hann færi inn í fangelsi í 2-6 mánuði fyrir þetta, þá ætti hann að sjá að þetta sé kannski ekki það sem hann vill gera mikið oftar í sinni framtíð. Nú ef hann hins vegar heldur áfram á sömu braut, berjandi fólk og guð má vita hvað, kemur góður sálfræðingur ekkert til með að lækna það. Vissulega er fangelsi ekki alltaf besta lausnin, en menn eiga samt alltaf að borga sínar skuldir, og vera ábyrgir gjörða sinna og taka út þá refsingu sem þeir hljóta fyrir sín afbrot, og tilefnislaus árás á gamalmenni eins og þarna er virkilega lágkúruleg, að vera ofurölvi eða útúr dópaður á ekki að koma til refsilækkunar.
Hugsið svo um hvernig fórnarlambinu líður, og hvenær það þori, ef þá nokkurn tíman, næst út að labba í kringum Klambratún!!!
Héraðströllið, 30.3.2007 kl. 16:25
Ég trúi því að enginn sé fæddur illur. Ekki nema mögulega geti verið um að ræða meðfæddan geðsjúkdóm. Fangelsi er bara einfaldlega ekki lausnin í tilfellum eins og þessum. Það fjarlægir viðkomandi menn/konur af götunum í einhvern tíma og allt í lagi með það en í flestum tilfellum er þörf á félagslegri hjálp eða aðstoð geðlækna. Er ekkert að segja ''aumingja ofbeldismennirnir'' en ég trúi því staðfastlega að með réttum aðferðum er hægt að bjarga stórum hluta af þessu fólki. Sumum er svo náttúrlega ekki viðbjargandi. Ég þekki það svo vel af eigin reynslu hversu góðir krakkar geta umsnúist í villidýr þegar þau eru komin út í neyslu.
Jóna Á. Gísladóttir, 30.3.2007 kl. 20:22
@ Dúa: Fangelsin þurfa að mæta mismunandi föngum þ.e það á ekkert endilega að setja menn með fyrsta dóm með forhertum síbrotamönnum og svo videre. En það getur aldrei orðið afsökun fyrir því að fangelsa menn að sennilega verði þeir verri af vistinni. Það er bara einfaldlega þannig að fjöldi manns hefur að mínu viti fyrirgert rétti sínum til mannlegs samfélags og á því bara að vera fangelsaður þar til betrun líkur.
@ Héraðströllið: Annað hvort eru þessir ofbeldismenn sakhæfir eðue ey og það á að vera dómstólanna að kveða uppúr með það. Og í framhaldinu að vista þessa kalla á viðeigandi stað með viðeigandi meðferð. En það eitt að segja ... heyrðu vinur þú færð 2 mán skilorðsbundið og senda hann á Klambratúnið aftur má bara ekki vera sú niðurestaða sem við sættum okkur við.
@Jóna: Mér kæmi ekkert á óvart að Hitler hefði verið hinn krúttlegasti hvítvoðungur. Það er bara ekki verið að fást við bernskubrek þessara manna. Hinsvegar verður það að vera höfuðatriði að tryggja borgarana og það gerist jú með því að fjarlægja vandamálin. Síðan þarf eðli málsins samkvæmt að 'treatmenta' hvern og einn við hæfi. Og auðvitað þarf að stórbæta þá aðstoð alla. Málið virðist bara vera orðið þannig í dag að dómstólar eru farnir að skilyrða dóma í massavís til að aðstoða fangelsismálastofnun vegna þess að það er ekkert pláss að verða í fangelsum landsins.
Þorsteinn Gunnarsson, 30.3.2007 kl. 22:08
ég er að drukkna með skotsár. Get ekki ímyndað mér Hitler sem hvítvoðung
Jóna Á. Gísladóttir, 31.3.2007 kl. 02:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.