Leita í fréttum mbl.is

Hvernig velja menn sér bloggvini

bloggvinirÉg var svo vitlaus þegar ég byrjaði að blogga að ég hélt að þetta bloggvinakerfi væri svipað og favorites. Þ.e maður addaði einhverjum inn svona rétt til að fá link á síðana hjá honum þannig að auðveldara væri að komast þangað til að lesa viðkomandi blogg.

Hef svo verið að spá í þetta á síðum hinna ýmsu sem maður rekst inná og ég það er greinilegt að sumir finna sér bloggvini sem eru sammála þeirra pólítísku skoðunum, sumir virðast hreinlega safna bloggvinum, aðir eru greinilega að leita að þeim sem hafa áhuga á sömu hlutum og svo videre.

Bara svo það fari ekki framhjá neinum þá óska ég eftir bloggvinum hjá þeim sem ég hef gaman af að lesa... burt séð frá skoðunum þeirra. En verð þó að viðurkenna að kaldhæðinn húmor viktar þó alltaf ansi vel...

Mér finnst margar konur mun skemmtilegri pennar en við karlarnir. Þær eru svona glentari á því og láta fleira flakka og ég hef alltaf hrifist af þeim sem "tala mannamál". Ástæðan fyrir því ég minnist á konurnar er sú staðreynd að þrátt fyrir þetta finnst mér oft sem þær mættu taka upp blogghættina í daglega lífinu því ég verð að viðurkenna að þar finnst mér stundum skorta á mannamálið.

Dæmi: Eigum "við" að hella uppá kaffi?... æji þið skiljið þetta stelpur mínarGrin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú.. er það ekki þannig að maður velur sér bloggvini eftir því hvaða síður maður hefur áhuga á að lesa? .... kannski sumir eru að leita sér að saumaklúbbi?  

Björg F (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 19:31

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Nei, ég skil ekki. Er ég treg? Ertu þá að meina að þú hafir fyrirhitt svo ósvífnar kvinnur að þær hreinlega láti þig hella upp á þitt eigið kaffi?

Jóna Á. Gísladóttir, 29.3.2007 kl. 21:14

3 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Úff... Guðs sé lof ég tók saklausasta dæmið

Þorsteinn Gunnarsson, 29.3.2007 kl. 21:19

4 identicon

aahhh... já ÉG skil.. (VIÐ skiljum á kvennamáli) þú vilt auðvitað.. Á ÉG að hella upp á kaffi... nudda á þér tærnar.. bursta fyrir þig skóna, þvo af þér sokkana og kannski strippa soldið?  

Björg F (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 21:31

5 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Mér hefði dugað mannamálið.." Steini minn vilt' ekki hella uppá kaffi" enda þýddi þetta það hvort eð var.

En hvað tilboðið varðar þá væri það helst strippið sem heillaði. Skóna bursta ég sjálfur og er farinn að þvo þvott og hella uppá óumbeðinn. En ég er svo kitlinn að ég afþakka tásunuddið. En þakka samt hugulsemina.

En svona að öllu gamni slepptu þá er ég bara að meina það að við karlarnir erum ekki alltaf að kveikja þegar rætt er við okkur á kvennamáli enda vanari að tala hreint út. Við myndum t.d örugglega segja... t.d "Eigum við ekki að fara í bíó í kvöld?", sem þýddi þá ca það. En ég man eftir því að hafa heyrt setninguna "Rosalega er langt síðan við höfum farið í bíó" og mér heilalausum varð á að jánka því og áttaði mig ekki á því fyrr en um seinan að þetta þýddi "Steini förum í bíó í kvöld" En ég er að læra... verstur fjandinn að það kostar yfirleitt nokkrar sambúðir og/eða hjónabönd að læra þetta tungumál en síðan talar Eiður Smári orðið reiprennandi Spönsku á nokkkrum vikum.

Þorsteinn Gunnarsson, 29.3.2007 kl. 21:56

6 identicon

hahahaha... jú jú ... ég skil þig..  en bara svo það sé á HREINU þá var auðvitað stripptilboðið mitt ekki meint bókstaflega.. Kann ekkert í súlulist..   Vona að það valdi ekki of miklum vonbrigðum..

Björg F (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 22:26

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

sorry, ég er treg. Skil núna og já þetta er allt rétt hjá þér Þorsteinn. En þetta er það sem gerir lífið skemmtilegt er það ekki? Misskilningur á misskilning ofan og krókaleiðirnar og vegurinn að þekkingu og skilningi á hvort öðru. Eða þannig....

Jóna Á. Gísladóttir, 30.3.2007 kl. 00:04

8 Smámynd: Grétar Ómarsson

Hér er fjörið!! Steini, ég kannast við pakkann sem þú nefndir hér að ofan. skemmtilegt.

Langaði að spyrja þig hvort þú þekktir eitthvað inn á slingbox?.

Kveðja Grétar í Eyjum 

Grétar Ómarsson, 30.3.2007 kl. 00:25

9 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

@ Björg F:   Átti ekkert sérstaklega von á strippinu... fannst þú bara liggja svo vel við höggi.

@Jóna: Vinur minn sagði mér einhvertímann að kúnstin að góðu hjónabandi væri að segja "já ástin mín" oftar en nokkuð annað. Tilfelli er...

@Grétar: Sendu mér mail á steini@skrifa.com

Þorsteinn Gunnarsson, 30.3.2007 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þorsteinn Gunnarsson
Þorsteinn Gunnarsson
er áhugamaður um réttláta refsingu borgaranna  fyrir þá sök eina að vera til...
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband