Leita í fréttum mbl.is

Hellisheiði lokuð... eða ekki...

Við sem búum austanmeginn fjalls þurfum stundum að leita okkur upplýsinga um færð og/eða veður áður en ákveðið er að renna í bæinn eða vice/versa. Nú er það svo að það virðast sjaldnast mikið að marka þær upplýsingar sem aðgengi er að. Samanber að nú um 11:30 stendur í frétt mbl. að Hellisheiði sé lokuð, en er haft var samband við vegagerðina taldi hún heiðina ekki lokaða. Reyndar væri slys á Sandskeiði.

Þetta minnir mig á það er ég renndi eitt sinn austur þá var lögregla að stöðva bíla við Litlu kaffistofuna og taldi ég að um hefðbundið eftirlit væri að ræða Oryggisbelti/ökuskírteini og ók áfram austur enda ekki beðinn um að stöðva. Klukkan var svo að orðin 7 þegar ég kom heim og eins og og fréttafíkli sæmir var mitt fyrsta verk að kveikja á sjónvarpinu og kíkja á fréttirnar. Þá var í mynd skafrenndur fréttamaður Sjónvarps að tilkynna mér að Hellisheiðin væri harðlokuð vegna ófærðar og vitlauss veðurs og hefði verið síðan kl. 18. Við hjónin höfðum semsagt rennt yfir hana á sumardekkjunum og var varla föl á kvikindinu. Hinsvegar var talsverður lágarenningur á Sandskeiðinu og uppað Skíðaskálabrekku.

Það eru svona ranglýsingar sem gera það að verkum að menn eins og ég t.d renndi yfir heiðina á sunnudaginn þrátt fyrir að stæði lokað á skiltinu Hveragerðismegin. Enda var ekkert að færð en skyggni lítið. Einn daginn lendir maður svo náttúrulega í súpunni en þangað til er vart farandi eftir nokkru nema nefinu.

Að lokum vona ég bara að slys það sem áður er nefnt hafi ekki veriö alvarlegt. Þessi leið er svo sannarlega búinn að taka sinn toll... og gott betur.


mbl.is Suðurlandsvegi lokað austur af Norðlingaholti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kittý Sveins

Ég sem félagi í Hjálparsveit Skáta Hveragerði þætti gaman að svara þessu. :) Ástæðan fyrir því (oft á tíðum) að Hellisheiðin er skrifuð lokuð á skiltunum er sú að við erum að vinna hörðum höndum á Heiðinni við að losa bíla og jafnvel ferja fólk niður sem treistir sér ekki til að keyra áfram. Þá er mjög vont að það sé meiri umferð að koma upp því að þá erum við í mikilli hættu þegar við stöndum á miðjum veginum og erum að losa bíla.

Og því miður er það allt of oft að við erum búin að hreinsa heiðina og það stendur ennþá að það sé lokað vegna veðurs og þá erum við kölluð út aftur því að fólk virðir ekki skiltið.

En ég hef líka heyrt að það standi á skiltinu að það sé lokað og þá er lítið sem ekkert að ferðaveðri en það er þó í fæstum tilfellum. En ég get líka sagt það að oft þegar við erum kölluð út finnst okkur ekkert vera að verðinu hérna niðurfrá en þegar upp er komið er það hundleiðinlegt :)

Kveðja Kristjana :)

Kittý Sveins, 20.3.2007 kl. 12:44

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Bóndi minn var að koma yfir um 1 leytið, hann kom í lest með fleirum frá Litlu Kaffist. þeir biðu þar og fengu svo fylgd hjálparsveitarinnar, það var ófært til Rek. svo þessi ákvörðun var tekin, víða bílar útaf og ekkert ferðaveður nema á góðum bílum í fylgd. Við eigum að hlusta á spánna og fara eftir skiltunum

Ásdís Sigurðardóttir, 20.3.2007 kl. 14:39

3 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Reyndar geri ég það nú að fara eftir lokunarskiltum en þegar maður mætir, við Hveragerði  Hyundai Getz smápúddu sem er að koma yfir heiðina ja þá er það fullvissa þess að ekkert sé að færi svo mikið er víst. En ég er talsmaður þess að hægt sé að fara eftir þessum lokunarupplýsingum en þegar vegagerðin fullyrðir eitt... lögreglan annað, fer skiltið eiginlega að verða valmöguleiki. Það sem ég á við er það að nauðsynlegt er að samþætta þessar öryggisupplýsingar svo fólk fáist til að fara eftir þeim. Ellegar veit fólk aldrei eftir hverju það á að fara... og það er nú enn svo, að fólk treystir betur svörum lögreglu og vegagerðar en tölvuskiltunum... sem reyndar er stjórnað af fólki... allavega lokunarþættinum.  

Þorsteinn Gunnarsson, 20.3.2007 kl. 14:49

4 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

viðbót...:

Þegar ég flutti hingað austur fyrir hartnær 10 árum var konan mín(sem hafði búið hér austan fjalls) oft að minnast á þessa Hellisheiði sem einhverskonar fjallveg. Mér fannst þetta sniðugt enda leit ég alltaf á heiðina sem hefðbundinn þjóðveg og sá eiginlega ekki fyrir mér að þar yrðu veður. Þó er maður gamall seleðahundur og hef ferðast á fjöllum að vertrarlagi. Það var svo ekki fyrr en ég sat í Nissan okkar hjóna útí kanti uppá heiði, vonandi það að kvikyndið tylldi á hjólunum í vitskertum stormi sem feykti snjó og mel af slíkum krafti að á 20 mínútum hafði rokið undirbúið bísltjórahliðina undir sprautun að maður áttaði sig á því að 'þessi hóll' var raunverulegur vetrarvegur. Hef stundum verið minntur á þetta atvik þegar ég burra á bolnum og inniskónum til Reykjavíkur að vetrarlaginu.

Þorsteinn Gunnarsson, 20.3.2007 kl. 15:03

5 Smámynd: Kittý Sveins

Hvernig veistu hvort að Hyundai Getz smápúddan hafi komist yfir.. snéri hún kanski við í kömbunum eða fékk fylgd hjálparsveitar niður..?? Góð pæling.. en auðvitað þarf að samræma þetta allt saman.

Kittý Sveins, 20.3.2007 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þorsteinn Gunnarsson
Þorsteinn Gunnarsson
er áhugamaður um réttláta refsingu borgaranna  fyrir þá sök eina að vera til...
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband