13.4.2008 | 23:58
Það hefur ekki verið litla höggið...
Lögreglan í Borgarnesi stöðvaði í dag ungan ökumann á 150 km hraða...
Hélt að það þyrfti ekkert minna en steinvegg til að stöðva mann á þessum hraða.
![]() |
Ók á 150 km hraða í Borgarfirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.4.2008 | 23:53
Ætlar að gefa sig fram við lögreglu.... my ass....
Pólverji sem grunaður er um aðild að morði í heimalandinu - og býr hér á landi - hefur haft samband við ræðismann Póllands á Íslandi. Hann hyggst gefa sig fram lögreglu á morgun. Lögregla höfuðborgarsvæðisins fær tvö til þrjú útköll á mánuði vegna innbyrðis deilna milli Pólverja. Þetta kom fram í kvöldfréttum Útvarpsins.
Maðurinn hefur dvalið hér á landi frá því í ágúst eða september, samkvæmt heimildum Fréttastofu Útvarpsins. Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur manninum í Póllandi.
Íslenska lögreglan getur þó ekkert aðhafast nema gefin verði úr alþjóðleg handtökuskipun - eða að maðurinn verði kærður fyrir lögbrot hér á landi. Lögregla hefur vitneskju um að hann hafi ásamt fleiri Pólverjum krafið samlanda sína sem búsettir eru hér um verndartoll. Mennirnir hafi beitt þá ofbeldi sem ekki hafi greitt. Engin hafi þó kært hinn grunaða til lögreglu, samkvæmt frétt RÚV.
Erum við virkilega uppá náð og miskunn glæpamanna komin með það hvort við höfum afskipti af því að grunaðir morðingjar valsi um landið og misþyrmi samlöndum sínum? - Erum við svo gersamlega búin að afsala okkur fullveldinu að við ráðum því ekki hvort ákveðnir einstaklingar séu sendir til síns heima eður ei? Grunurinn einn ætti að nægja. Gulstökkunum Falun Gong eða hvað þeir hétur var vísað frá landinu og aðrir endursendir vegna þess að það þótti líklegt að þær myndu standa kyrrir og þögulir á ákveðnum stöðum?
Og Björn Bjarna hendir endalaust fé í Ríkis-Haraldinn en biður innlenda glæpamenn á sama tíma um það eitt að vinna eingöngu á daginn... Allavega í Kópavogi... - Ja Þvílíka getuleysið!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2008 | 00:51
Spænski boltinn með nýtt stigakerfi...
Nú virðist spænski boltinn vera komin með nýtt stigakerfi sem byggist á því að fyrir leiki er kastað teningi sem ákvarðar vægi stiga sem fæst fyrir viðkomandi leik. Eina áhyggjuefni manna er að Ítalirnir taki þetta upp líka. En fari svo....er búist við því að FIFA þurfi að senda löggilta vigtarmenn á svæðið til að koma í veg fyrir þyngda teninga. Las Vegas hvað....
Eru ekki öll stig jafn dýrmæt?
![]() |
Barcelona tapaði dýrmætum stigum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.4.2008 | 00:11
Undarleg keppni og eitthvað var þarna verulega OFF
Ég veit ekki hvað skal segja... Vinningshafinn söng svo sem vel og allt það... en 2. sætið er mér með öllu óskiljanlegt. Sorrý. Þriðja sætið var flott!(rangt sæti samt) Vil meina að það hafi verið eitthvað verulega mikið að störfum dómnefndar þarna... ef hún starfaði eitthvað yfir höfuð.
Þarna var t.d stelpa þarna... minnir að hún hafi verið frá Egissltöðum sem söng óaðfinnanlega var pottþétt á píki og alles.... og reyndar fleiri sem mér fannst flottir. Alltof margir voru þó ýmist vart á lagi eða "héngu" neðan í laginu. Auðvitað er erfitt vegna stress fyrir marga að koma fram og það jafnvel í fyrsta skipti. Og kannski vantað monitorun eð eitthvað en vilji keppni sem þessi láta taka sig alvarlega þá verður flutningurinn einfaldlega að skilja á milli feigs og ófeigs.
Og í guðsbænum fáið einhvern sem byrjar ekki allar setningar á Hérna... og nefnir flytjendur og/eða lög bara þegar hann er í stuði til þess, til að kynna næst.
Sorrý Bjartur eins og ég er nú hrifinn af þér í gullna dressinu.
![]() |
Verslósigur í söngkeppni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
12.4.2008 | 23:36
Var hraðinn á mann þá...

![]() |
Lögreglan á Selfossi stöðvaði tvo ökumenn á 134 km hraða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.4.2008 | 23:33
Býr Osama á Akureyri?
Skrapp norður á Akureyri í gærmorgun að fylgja föður æskuvinar míns til grafar. Lenti um 10 leytið í gærmorgun og Villi, vinur minn að norðan, hafði skilið eftir bíl á flugvellinum svo ég væri nú ekki lens í Heiðardalnum. Auðvitað mundi ég ekkert hvaða númer var á bílnum hans... og þar að auki hafði hann endurnýjað frá því ég var síðast fyrir norðan svo ég var ekkert í of góðum málum með að finna kvikyndið. Sá samt einn líklegan og reyndi að opna hann.... en hann brást hinn versti við og flautaði eitthvert helvítis hátíðnihljóð á mig. Ég gekk greiðlega á braut...
Auðvitað fann ég svo bílinn og burraði inn í bæ svona til að skoða fornar slóðir. Mikið óskpalega brá mér að sjá hrópandi smekkleysið sem virðist vera orðið landlægt í skipulagsskortinum nyrðra. Þetta ómenningarhús, ásamt heimskustu framkvæmd ever... þ.e þessum slysavarnarhjalli... er gjörsamlega búið að eyðileggja alla möguleika á því að gera Strandgötuna að þeirri perlu sem hún átti svo sannarlega möguleika á því að verða. Þar hefði átt að setja upp smábátahöfn, flotbryggjur og setja fallega lágvaxna "Nýhafnar" byggð. En nei nei... þeir smella þessum ógeðslega steypuklump þarna og eyðileggja í leiðinni einnig ásjónuna til norðurs þegar komið er inn í bæinn að sunnanverðu.
Er Osama kannski yfirmaður á Tæknideildinni?
Mér finnst alveg orðið spurning hvort ekki ætti að gera þá lágmarkskröfu til þeirra sem ráða sig til skipulagsyfirvalda og tæknideilda...að þeir væru í það minnsta ekki blindir. Ég veit að fatlaðir hafa forgang til vinnu en það hlýtur bara að mega gera einstaka undantekningar í þessum tveim deildum bæjarnins.
Flottasta byggingarsvæði bæjarins ofan Krossaness er svo nýtt undir bílasölur batterý og brotajárn? Hver leyfði blokkirnar á Baldurshagatúninu? Hver gaf grænt ljós á blokkirnar við Mýraveginn? Hver gaf út leyfi fyrir blokkarógeðinu í miðbænum og hvaða gálagahúmoristi hannaði Naustahverfið( sem mér var reyndar bent á að hætta mér ekki vegakortslaus inní)?
Svo er verið að tala um að tíðni hryðjuverka sé há í Írak?
Ja það er eins gott að Bush er ekki gamall Akureyringur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.4.2008 | 00:57
Er þetta ekki uppnefni?
Að kalla Miska Bætur eða hvað hún heitir leikkonu er álíka glórulaust og að kalla mig Twiggy. Finnst hún alveg skemmtilega laus við leikhæfileika að ekki sé minnst á 6apíl-skortinn. En hvað veit ég svosem... kominn á 6tugsaldur.
Hinsvegar finnst mér athyglisvert að henni er gert að fara á 3ja mánað námskeið um "meðhöndlun áfengis". Hvernig skyldi kennslan fara fram?
"Ok allir að hella sér í glas.... og súpa.... kyngja.... endurtakist eftir þörfum"... "nú eða bara eftir stemmingu"
"Geymist á köldum stað"...."Haldið þétt um glösin" ... "Forðist að bera opin eld að Teqíla" ... "Notið sver glös þá er minni hætta á að þið hellið framhjá"... og svo bara muna elskurnar... að það borgar sig ekkert fyrir yklkur að láta renna af ykkur... þá þurfiði einfaldlega að byrja á byrjunarreit aftur. Og eins og allir vita þá skapar æfingin meistarann.
En kannski væri bara ráð að dæma hana til að vinna á barnum á Goldfinger
![]() |
Mischa Barton fær þriggja ára skilorðsbundinn dóm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.4.2008 | 00:40
Ég færi aldrei í tusku...
í hennar sporum...
En það má nú veri meiri nostalgían að kaupa mynd af Bríslu Bardó fyrir einhverjar upphæðir. Kunna þessir menn ekki að gúggla?
![]() |
Ljósmyndir seldust fyrir metfé |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.4.2008 | 10:53
Hefði íslenska ríkið hlaupið undir bagga?
![]() |
Sæðissvindlari sakfelldur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2008 | 11:25
Sílikoneyðir

![]() |
Lýsi fjarlægir efni úr vörum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggvinir
- Helga Auðunsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Jóhannesson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Kári Harðarson
- Heiða Þórðar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Huld S. Ringsted
- Vilborg Auðuns
- Þorleifur Ágústsson
- Þórunn Óttarsdóttir
- Ragnheiður Sigfúsdóttir
- Helga skjol
- Jens Guð
- Tómas Þóroddsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lýður Árnason
- Hin fréttastofan
- Pálmi Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Grétar Ómarsson
- Gaukur Úlfarsson
- Óttarr Makuch
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Jón Þór Bjarnason
- Birna Mjöll Atladóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Bleika Eldingin
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Þórhallur V Einarsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- gudni.is
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Haraldur Bjarnason
- Fanney Unnur Sigurðardóttir
- Perla
- Bwahahaha...
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
Tenglar
Áhugavert
testing
- Töfraljós - Ilmkertagerð - Vefverslun Töfraljós - handgerð Íslensk verðlauna-ilmkerti
- Versla.com Vefversun gervihnattamannsins
- Skykort.Com Síða um allt sem lýtur að móttöku á Sky Digital
- Skrifa.Com Allt um móttöku á gervihnattasjónvarpi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 203438
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar