Leita í fréttum mbl.is

Geir... hættu að tala íslensku

Mér finnst það grátlegt hversu illa Geir svara spurningum íslenskra fréttamanna og fáranleg sú staðreynd að einu almennilegu svörin og upplýsingarnar sem koma fram á blaðamannafundunum komi fram í svörum ráherra til erlendu blaðamannanna.

Ef eitthvað er óþægilegt í spurningum íslenskra þá er svarað með styttingi og snúið sé að næstu spurningu. Nánast talað niður til þess sem spyr. Ráðherra hefur ekki efni á slíku og þjóðin á annað og meira skilið.

Svo ég segi: Geir - Hættu að tala íslensku


mbl.is Mjög óvinveitt aðgerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tjörvi Dýrfjörð

Getur verið að erlendu blaðamennirnir spyrja mun faglegri spurninga um efnahagsmálin en þeir íslensku?

mér finnst stundum að okkar ágætu fréttamenn sem fylgjast með sauðburði á vorin berjatínslu á haustin og kaupæði okkar um jólin svo eitthvað sé nefnt ekki hafa næga þekkingu á því viðfangsefni sem þeir eru að fjalla um í þessum látum og spurningarnar oft taktlausar og kannski ekki um meginmálið.

Tjörvi Dýrfjörð, 9.10.2008 kl. 16:15

2 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Slíkir blaðamannafundir eru bara ekki "fyrir blaðamennina" heldur til þess að koma upplýsingum á framfæri og þar af leiðandi er fæstum spurningum svarað með inföldu já-i eða nei-i og á ekki að gera.

Það á að gera grein fyrir ástandi og því sem verið er að framkvæma og því eiga ráðherrar ekki að sleppa áríðandi upplýsingum einfaldlega vegna þess að þeir eru ekki spurðir "direct" um tiltekinn hlut.

Þorsteinn Gunnarsson, 9.10.2008 kl. 16:36

3 identicon

Mér finnst Geir búinn að standa sig vel í þessum verstu látum Íslandssögunnar og fleiri blaðamenn en færri spyrja að viti.  Til hvers líka að eyða tímanum að spyrja spurninga sem koma fram í ávarpi, hvernig væri þá frekar að spyrja spurninga sem fólkið vill vita.

Dísa (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 16:59

4 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Ég á bara enga sértaka kröfu á hendur blaðamönnunum. Nema þá kannski RÚV, sem reyndar stendur sig ekki sem skyldi þessa dagana.

Mér finnst að það ættu að vera opin frétta,- og fréttaskýringarás í sjónvarpinu á svona tímum.

En "ávörpin" Geirs innihalda nánast ekkert sem ekki liggur þá og þegar fyrir hjá almenningi.  Undan öðru veigra þeir sér við að svara og svara jafnvel með fáranlegum svörum eins og "ég svaraði þessu í gær..." .. eða "...eins og þú veist" - Hverslags barnaskapur/hroki er það?

Þorsteinn Gunnarsson, 9.10.2008 kl. 17:12

5 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

@Dísa -Kíktu á http://visir.is/article/20081009/FRETTIR01/49175487hækkaðu svolítið í hátölurunum og segðu mér hversu vel hann stendur sig.

Þorsteinn Gunnarsson, 9.10.2008 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þorsteinn Gunnarsson
Þorsteinn Gunnarsson
er áhugamaður um réttláta refsingu borgaranna  fyrir þá sök eina að vera til...
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband