Leita í fréttum mbl.is

Bloggfrí og pallasmíðar

pallasmidurJæja þá er maður komin í smá bloggfrí... ég kemst hvort eð er aldrei ofar en í 6. sætið á þessum vinsældarlista bloggsins og svo kemur aldrei mynd af mér í mogganum og svo....Grin

En  að öllu gamni slepptu á að fara í pallasmíðar um helgina og ég verð svo þreyttur af því að horfa á hann Víði tengdason minn vinna.. að ég kem örugglega ekki til með að nenna að blogga með því.

Við erum að setja niður einn 30 fermetra pall í viðbót svo grasið minnkar... hægt og bítandi.

 Verið glöð og góð um helgina og njótið lifsins. Það er ekki brúklegt til annars.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Þetta er must að gera til að losna við að slá garðinn, sjálfur er ég að smíða 45fm pall fyrir múttu, maður var eins og álfur útá túni í byrjun en þetta er ekkert mál þegar maður er kominn af stað, hérna er part one, svo slær maður dekkinu upp eftir helgi og heita pottinum helgina eftir þessa helgi.

Sævar Einarsson, 14.7.2007 kl. 00:01

2 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Sæll Sævar... Já það er nú ekki eins og maður kannist ekki við þetta þetta er fjórði pallurinn hérna við húsið hjá mér svo þetta er hætt að vera spennandi - Ég nota að vísu ekki sunnlensku aðferðina eins og ég sé að þú gerir... Ég smíða bara 2x6 grind og klæði beint ofan á. Skil ekki ástæðuna fyrir þessu 2ja hæða systemi sem allir virðast elska hér sunnan heiða. Og ég bora bara fyrir 98x98x í 110cm niður - púkka og málið dautt. Þessir pallar hafa aldrei haggast síðustu 10 árin. Þið hefðuð grætt 10 cm í viðbót niður með þeirri aðferðinni af því manni sýnist girðingin í kring ekki vera nett of há? Og ég er sko búinn að smíða utan um pottinn hús líka... var orðinn nett leiður á laufi, lúsaberjum og fuglaskít... Ég skoðaði myndirnar hjá þér og hefði gjarna viljað geta komið litlum bobcat í að moka ofan af hjá mér í dag en þetta er bara handmade hérna megin Ég kíki svo á albúmið aftur og fylgist með framvindunni.

Þorsteinn Gunnarsson, 14.7.2007 kl. 00:19

3 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Steini, þú kemur svo bara norður þegar þú ert búinn. Hér úti í garði eru nokkrir fermetrar af grasi sem þarf endilega að koma í lóg - og heimilisfaðirinn svo mikill klaufi að hann getur ekki borað í nefið á sér öðruvísi en að stórskemma horinn. Gangi þér vel, vinurinn. Svavar

Svavar Alfreð Jónsson, 14.7.2007 kl. 11:56

4 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Kva er mogginn að reyna að hafa þig útí kuldanum... 

Aðalheiður Ámundadóttir, 14.7.2007 kl. 22:11

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hvernig ertu í að leggja hellur?

Jóna Á. Gísladóttir, 15.7.2007 kl. 21:32

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gamli pallasmiður, kannski maður fari að kíkja á þig og Helgu. Passaðu Lalla vel á meðan ég er í burtu.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.7.2007 kl. 19:37

7 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

@ Svavar -  Sko það er fræðilega hægt að ráðleggja þér í viðskiptum þínum við lofthreinsarann á þér en þú verður sko að yrkja garðinn þinn án minna afskipta

@ Alla -Já en Blaðið þurfti endilega að setja inn eitt blogg... og hvað nema http://skrifa.blog.is/blog/nenni/entry/261109/ , þ.e Fullur á Ibiza. Dóttir mín hringdi og lét mig vita af þessu og hló ógurlega. En till allrar hamingju birtu þeir enga mynd og auðvitað þekkja mig fáir undir Þorstein Gunnarsson sem er eiginlega bara skammaryrði fyrir einhvern sem alltaf er kallaður Steini Gunn.

@ Jóna - HRÆÐILEGUR - KLAUFSKUR - SMEKKLAUS - Hef reyndar aldrei hellulagt "but you get my drift"

@ Ásdís - Bara velkomin stelpa... Ég reyni að fylgjast með kalli. Hvaða þvælingur er á þér annars?

Þorsteinn Gunnarsson, 16.7.2007 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þorsteinn Gunnarsson
Þorsteinn Gunnarsson
er áhugamaður um réttláta refsingu borgaranna  fyrir þá sök eina að vera til...
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband