Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Dóttir mín er ekkert smá sexy maður...

Já lengi getur vont versnað... Joe "fyrrum baptistaprestur"Simpson hefur nú helst unnið sér það til frægðar að útlista fyrir einhverjum sorpritum hvað Jessica dóttir sín væri sexí í þessum druslunum eða hinum.. eða hve tútturnar á henni tækju sig vel út... og svo framvegis...

Spears sendi föðurnum tóninn
sár er því dótturlaus dóninn.
Nú langar Simpson að lána
henni lúser og bjána...
En breitt brosir baptistaróninn

Höf: ókunnurGrin

 

 


mbl.is Vill koma Britney til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver samdi þetta eiginlega?

"...Þá er í lögunum nýtt ákvæði sem segir að lögregla skuli banna byrjanda sem hefur bráðabirgðaökuskírteini að aka hafi hann fengið fjóra eða fleiri punkta samkvæmt punktakerfi vegna umferðarlagabrota. Þessu banni má þó aðeins beita einu sinni á gildistíma bráðabirgðaökuskírteinis. Akstursbannið gildir þar til byrjandinn hefur sótt námskeið og tekið ökupróf að nýju."

Bíddu er ekki verið að tala um sviftingu bráðabirgðaskírteinis hérna? Miskil ég þetta eitthvað? Eða er þetta bara gamla hefðin að flækja einfalda hluti?

 

"...Annað nýmæli laganna er að þegar um stórfelldan eða ítrekaðan ölvunarakstur, hraðakstur eða akstur án ökuréttinda er að ræða má gera ökutæki upptækt sem notað var við brotið nema það sé í eigu annars manns sem ekki er við brotið riðinn. Við sömu aðstæður má gera upptækt ökutæki þess sem hefur framið tilgreind brot enda þótt það ökutæki hafi ekki verið notað þegar brot var framið.

Það fer semsagt að vera venja fremur en undantekning að þessir yngri allavega verði með bílana á nafni forledra sinna til að koma í veg fyrir upptöku. Er þetta ekki eitthvað se verður að hugsa aðeins betur?


mbl.is Viðurlög við umferðarlagabrotum hert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki eitthvað að súrna hérna?

tentÉg kann ekki við það að lögreglan biðji mig að "trúa ekki" einhverjum fyrirfram.

Ég er ekki að verja málstað þeirra sem keðjuðu sig við tól og tæki þarna fyrir austan í fyrra en finnst nú samt að kannski hefði lögreglan einnig mátt haga sínum málum betur. Þetta minnti á austantjaldsvinnubrögð á köflum á að horfa.

Lögreglan á Seyðisfirði biður landsmenn að taka fréttum á komandi sumri af samskiptum lögreglunnar og mótmælenda með gagnrýnum huga...

Ég veit það ekki... en "trúið okkur frekar en þeim" finnst mér vera of langt gengið og ekki til þess fallið að auka sérstaklega traust fólks á lögreglunni. Lögreglan á ekki, ekki frekar en önnur stjórnvöld, að vera hafin yfir gagnrýni.


mbl.is Lögregla biður landsmenn að taka fréttum frá mótmælendum með gagnrýnum huga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíddu sendi hann ekki fjölmiðlum manifesto til útskýringar?

En lögreglan sagði rannsókn málsins enn ekki hafa leitt í ljós neinar vísbendingar um hvers vegna morðinginn, Seung-Hui Cho, lét til skarar skríða gegn samnemendum sínum.

Mig minnti endilega að kappinn hefði útskýrt þetta í máli og myndum. Þurfa amerískir fjöldamorðingjar orðið að halda málþing fyrirfram svo lögregluna gruni hvað valdi eða?


mbl.is Fjöldamorðinginn skaut rúmlega 170 skotum á níu mínútum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvurslags óráðsía er þetta eiginlega?

Kona nokkur datt ...

...Samkvæmt upplýsingum frá Íslenskri getspá fékk hún allan fyrsta vinninginn ein, ...

 Fannst það einvhern veginn liggja í orðinu ein að hún hefði fengið hann allan?


mbl.is Eyddi 300 krónum og fékk 11,7 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norsararnir eru líka svo óheppnir í orðavali um kvenfók muniði...

Hver man ekki eftir Norðmanni sem sagði :

Það er ekki alltaf hægt að fara heim með sætustu stelpunni á ballinu, en önnur gerir kannski sama gagn.

Þetta er kannski bara norska viðhorfið.


mbl.is Konunum sjálfum að kenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef nauðsyn er.. Er þá Páll Magnússon sá hæfasti?

Talið er fullvíst að Jóhannes Geir Sigurgeirsson verði sparkað sem stjórnaformanni í Landsvirkjun, á aðalfundi fyrirtækisins á morgun, og að Páll Magnússon, af öllum mönnun,  fyrrverandi þerna Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra, verði ráðinn í hans stað.

Þetta er talið að undirlagi "Þess flóabitna", þ.e. Jóns  Framsóknar. Samkvæmt Vísi.is urðu snörp orðaskipti milli ráðherra flokksins í gær. En þrátt fyrir að hafa staðið í þeim stimpingunum kannaðist hann ekki við neina ólgu vegna þessa?

Samkvæmt samkomulagi flokkana "á" Framsókn, stjórnarformann Landsvirkjunar.


mbl.is Jóhannes Geir víkur úr stjórnarformennsku í Landsvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stólpípan

stolpipaSkyldi Jónína Ben ekki treatmenta sína heldur vægilegar í Póllandi?

 


mbl.is Fékk stólfót gegnum höfuðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hélt virkilega einhver að hún væri skemmtileg?

Varanleg ristilskoðunMér hefur lærst það, á langri æfi, að þeir sem alltaf líta út fyrir að vera nýkomnir úr ristilskoðun eru yfirleitt engir sérstakir skemmtikraftar.

Og lesningin á þessari sílikontúbunni er:

Varanleg Ristilskoðun!


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Þorsteinn Gunnarsson
Þorsteinn Gunnarsson
er áhugamaður um réttláta refsingu borgaranna  fyrir þá sök eina að vera til...
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 203042

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband