Leita í fréttum mbl.is

Perufullur jólasveinn

SveinkiÉg keypti perufullan jólasvein í dag og skellti í potthúsið. Hef verið að setja gluggaskreytingar í kertagerðina að undanförnu og fannst potthúsið eitthvað svo lítt jólalegt þar sem maður horfði á það útum eldhúsgluggann.

Mér leið eins og smástrák þegar ég var búinn að skella sveinka á plötu og festa í gluggkistuna. Minnti mig á gamla tíma frá Akureyri þegar maður labbaði inn í miðbæ, sem lítill gutti, til að sjá slík undur eins og upplýstan Sveinka og jafnvel jólasvein sem vaggaði höfðinu í einhverjum útstillingarglugganum. Gott ef það var ekki í Kristjáns bakaríi. Svo var þessi fína jólastjarna strengd yfir Hafnarstrætið og þá voru sko að koma jól.

Mér hefur einhvernveginn aldrei fundist þessar nútíma jólaseríur með litlu perunum vera raunverulegar úti jólaseríur. Það eiga sko að vera marglitar stórar perur í útiseríum. Punktur.

Það eru að koma jól.Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég man vel eftir jólasveininum sem vaggaði höfðinu og öllu hinum auðvitaðAnnars sá ég um daginn þegar ég keyrði niður Kauffélagsgilið og að stjarnan þar sem alltaf var gul og rauð skartar núna þessum bláa tískulitHafðu það gott minn kæri og njóttu útsýnisins úr eldhúsglugganum, það er þess virði

Það eru að koma jól

Jónína Dúadóttir, 11.12.2008 kl. 06:21

2 identicon

Mikið er ég sammála þér með litina á perunum En ég var nánast bannfærð  fyrir þá skoðun á Egilsstöðum fyrir 3 árum minnir mig eða þegar þeir skiptu út lituðu perunum yfir í glærar í bæjarskreytingunum og mér tilkynnt að það vildi engin að bærinn liti út eins og rauða hverfið í Amsterdam .

Ég reyndi að minna á þetta, þú veist,  þetta með að kertin standa á grænum greinum, gul og rauð og blá, og að mér fyndist  hugsanaháttur ýmissa vera orðin full saurugur, en það hafði ekkert að segja. Ég meira segja kallaði upphafsaðilan af þessum ósköpum menntasnobb, sem reyndist svo vera madam bæjarstjórafrú    Könnun var gerð meðal starfsmanna bæjarins = kennarar í meirihluta, og þeir mörðu það rétt að glær/ hvítt skildi það vera  

En mikill meirihluti einka húsa er samt skreyttur með litum, svo ef einhver vill upplifa það að vera í "rauða hverfinu" þá er bara að skella sér austur

(IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 17:42

3 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Já ég er ekki mikið fyrir þessar glæru skreytingar... það eru LJÓS

ef ég væri ennþá útí ....Amsterdam... - Nei nóg að koma þangað einu sinni,,,, enda hef ég farið þangað tvisvar og meira að segja gisti ég í annað skiptið í rauða hverfinu

Þorsteinn Gunnarsson, 11.12.2008 kl. 18:17

4 identicon

Við hjónin skoðuðum bara gluggaskreytingarnar, þegar við vorum þar    ásamt slatta af Malarvinnslu gengi. Þú veist  bara týpísk kynnisferð.

(IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 18:33

5 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Gluggaskreytingarnar... góð... Ég var þarna bara til að skoða síkið og bátana

Þorsteinn Gunnarsson, 11.12.2008 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þorsteinn Gunnarsson
Þorsteinn Gunnarsson
er áhugamaður um réttláta refsingu borgaranna  fyrir þá sök eina að vera til...
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 203030

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband